Eðlilegt líf – Já takk Vilhjálmur Árnason skrifar 22. ágúst 2021 15:00 Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari grein ætla ég að svara kalli Þórólfs og Víðis um að fá fleiri sjónarmið fram um hvernig við tökumst á við COVID. Við getum öll verið á svo margan hátt stolt af þeim árangri sem við höfum náð í þeirri áskorun sem heimsfaraldurinn hefur verið. Þar hefur eðlilega verið horft helst til þess hvernig verja eigi líf og heilsu fólks og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir áhlaupinu. Þetta hefur verið gert með því að fylgja ráðleggingum sérfræðinga. Hinn stóri þátturinn sem hefur verið lögð áhersla á er að verja efnahagslífið. Verja fyrirtækin til að heimilin geti haft tekjur og um leið að ríkiskassinn geti stutt við grunnstoðir samfélagsins. Fjölmargir hafa þurft að hlaupa hraðar og færa miklar fórnir á meðan aðrir hafa þurft að berjast við að endurheimta heilsuna eftir smit, áfall eða álag. Nú þegar yfirgæfandi meirihluti þjóðarinnar er bólusettur, fólk þaulvant í persónulegum sóttvörnum og með þekkingu um veiruna er nauðsynlegt að kalla fleiri sérfræðinga að borðinu. Þar verður að horfa til þeirra afleiðinga sem bæði COVID-sjúkdómurinn og COVID-ráðstafanir hafa. Margir hræðast frelsisskerðingar eins og sóttkví sem setur allt í uppnám meira en að smitast. Óvissa og ófyrirsjáanleiki skapar kvíða, dregur úr endurreisn samfélagsins og trausti á aðgerðir. Ef samfélagið kemst ekki af stað, munum við ekki getað staðið undir því velferðarsamfélagi sem við þurfum til að tryggja heilsu þjóðarinnar og vinna úr þeim afleiðingum sem faraldurinn skilur eftir sig. Það getur verið heilsubrestur sem er ekki jafn sýnilegur og veiran, en mun skæðari. Það gleður mig því að heyra að minnisblað sóttvarnalæknis sé bara eitt gagn af mörgum sem ríkisstjórnin ætlar að horfa til við næstu skref. Það er nauðsynlegt að kalla sóttvarnarráð til, fleiri sérfræðinga innan úr heilbrigðiskerfinu og velferðarsamfélaginu ásamt því að efnahagslegt mat verður gert í samráði við atvinnulífið. Við verðum að koma á eðlilegu lífi á strax, þar sem fólk fær frelsið sem það þráir og hver ber ábyrgð á sér sjálfum. Eðlilegt líf hér eftir mun innihalda COVID og því einfaldlega ekki hægt að bíða eftir að COVID lognist út af. Það er ekki hægt að láta árangur annarra þjóða stýra okkur eða láta óbólusetta skerða frelsi bólusettra. Það hlýtur að vera minni tilkostnaður að efla heilbrigðiskerfið til að takast á við álagið sem fylgir hinum nýja sjúkdómi og heimurinn mun takast á við í framtíðinni. Skimunargeta og þekking á sóttvörnum er orðin mikil og við verðum því að bera sjálf ábyrgð á því að umgangast ekki aðra séum við smituð. Svona eins og við gerum þegar við erum veik vegna annarra veirusýkinga. Eðlilegt líf þar sem ég ber ábyrgð á sjálfum mér og hef mitt frelsi er leiðin áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar