Kæra barn, hvernig líður þér? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 25. ágúst 2021 16:01 Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð. Vissulega eru hlutir sem vel eru gerðir en samfélagið þarf að vera vakandi og á verði, til þess að bæta líðan og koma í veg fyrir að hún versni ekki. Íslenskt samfélag er sífellt að þróast í þá átt að virða réttindi barna í samræmi við Barnasáttmálann. Það sjáum við með því að sveitarfélög sækjast eftir vottun um að verða Barnvænt Sveitarfélag, stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að bæta þjónustu og stöðu barna og ungmenna og fræðsla um réttindi þeirra hafa aukist á síðustu árum. Við sem tökum þátt í því að ala upp nýjar kynslóðir megum vera stolt og ánægð með börn og ungmenni dagsins í dag, það upplifum við sérstaklega sem höfum unnið með þeim. Baráttuandi nýrrar kynslóðar til þess að vilja bæta heiminn er áþreifanlegur. Það sjáum við best til að mynda í loftslagsverkföllum sem unga kynslóðin hefur skipulagt og tekið þátt í. Við sjáum það í því að börn og ungmenni eru ekki tilbúin til að horfa upp á vini og skólafélaga verða senda úr landi, samfélagsleg vitund þeirra er sífellt að verða meiri og þau gera sér grein fyrir því að einstaklingar hafa leyfi til að vera eins og þeir vilja vera og elska þá sem þeir vilja elska. Vilji ungu kynslóðarinnar til þess að ögra núverandi ástandi og bæta það er það sem knýr samfélagslegar breytingar áfram. Slíkan baráttuanda eigum við hinir fullorðnu að samþykkja og hvetja til, jafnvel þótt okkur geti fundist þær hugmyndir ekki alveg í samræmi við okkar eigin. Við megum ekki drepa þær niður, heldur ræða við ungmennin okkar, hlusta á skoðanir þeirra og vera móttækileg fyrir þeim. Í þessari viku eru börn og ungmenni að hefja grunnskólagöngu sína, sum í fyrsta sinn, önnur að halda áfram. Slíkum tímum fylgir eftirvænting og gleði en það getur líka valdið kvíða og óöryggi. Því þrátt fyrir miklar framfarir og samfélagslega vakningu um réttindi barna og ungmenna þá er það svo að hluti grunnskólabarna upplifir sig ekki örugg á meðal jafningja, hvort sem er innan veggja skólans, í frístundum eða á samfélagsmiðlum. Einelti og áreitni er og hefur verið óþolandi fylgifiskur skólagöngu um allan heim. Margir skólar hér á landi eru með eineltisáætlanir, svo samræmd viðbrögð eru við þeim eineltismálum sem upp koma. Og er það vel en því miður eru alltaf dæmi þess að einhverjir einstaklingar falla á milli skips og bryggju og upplifa mikla vanlíðan og kvíða við það að sækja skóla. Það fellur því á okkur öll – foreldra, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, annað starfsfólk sem vinnur með börnum og stjórnenda skólanna að tryggja það eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og að koma til aðstoðar þegar þörf er á. Það gerum við meðal annars með því að tryggja öllum börnum öruggt skólaumhverfi. Umhverfi þar sem öllum börnum er frjálst að fá að vera til með þeim fjölbreyttu eiginleikum sem þau búa yfir. Með því að tryggja og efla samkennd á meðal allra barna strax á fyrstu æviárunum og bjóða upp á námsefni og hugmyndafræði sem eflir þau í félags- og tilfinningaþroska getum við stuðlað að góðri líðan þeirra. Þegar óæskileg atvik eiga sér stað í samskiptum þeirra á milli er mikilvægt að stöðva þau strax í fæðingu en ekki samt með þeim hætti að refsa eða skamma, tryggja þarf að öll börn og ungmenni koma út úr aðstæðum með reisn en ekki sem sökudólgar eða fórnarlömb. Ef um alvarleg atvik eða síendurtekin atvik er að ræða þarf að sjálfsögðu að taka málin föstum tökum en alltaf á þeim forsendum að ekki sé verið að refsa eða skamma, því þá eykst vandinn en frekar. Draga þarf frekar fram styrkleika viðkomandi og aðstoða hann við að vinna með þá. Öllum þeim sem koma að velferð barna stendur til boða ýmis konar tæki og tól til þess að efla sig í slíkum aðstæðum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á námskeið og námsefnið Vinátta sem styður fagfólk við að vinna með góð samskipti á meðal barna, gagnreynt námsefni sem eflir samkennd og umburðarlyndi á meðal barna. Börnin okkar eru framtíðin og framtíðin er björt með þessi öflugu ungmenni sem eru meðvituð um réttindi sín og skyldur. Hvetjum þau áfram, styðjum þau og eflum. Með góðu utanumhaldi og kærleika munum við verða það heppin að sjá þau breyta heiminum til hins betra og það er okkar hlutverk að sjá til þess að það muni gerast. Kæru börn og ungmenni, njótið þess að vera að hefja grunnskólagönguna eftir gott sumarfrí. Farið inn í komandi vetur full af bjartsýni og eldmóð. Takið ykkar pláss og breytið heiminum. Við hjá Barnaheillum höfum fulla trú á ykkur! Höfundur er verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð. Vissulega eru hlutir sem vel eru gerðir en samfélagið þarf að vera vakandi og á verði, til þess að bæta líðan og koma í veg fyrir að hún versni ekki. Íslenskt samfélag er sífellt að þróast í þá átt að virða réttindi barna í samræmi við Barnasáttmálann. Það sjáum við með því að sveitarfélög sækjast eftir vottun um að verða Barnvænt Sveitarfélag, stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að bæta þjónustu og stöðu barna og ungmenna og fræðsla um réttindi þeirra hafa aukist á síðustu árum. Við sem tökum þátt í því að ala upp nýjar kynslóðir megum vera stolt og ánægð með börn og ungmenni dagsins í dag, það upplifum við sérstaklega sem höfum unnið með þeim. Baráttuandi nýrrar kynslóðar til þess að vilja bæta heiminn er áþreifanlegur. Það sjáum við best til að mynda í loftslagsverkföllum sem unga kynslóðin hefur skipulagt og tekið þátt í. Við sjáum það í því að börn og ungmenni eru ekki tilbúin til að horfa upp á vini og skólafélaga verða senda úr landi, samfélagsleg vitund þeirra er sífellt að verða meiri og þau gera sér grein fyrir því að einstaklingar hafa leyfi til að vera eins og þeir vilja vera og elska þá sem þeir vilja elska. Vilji ungu kynslóðarinnar til þess að ögra núverandi ástandi og bæta það er það sem knýr samfélagslegar breytingar áfram. Slíkan baráttuanda eigum við hinir fullorðnu að samþykkja og hvetja til, jafnvel þótt okkur geti fundist þær hugmyndir ekki alveg í samræmi við okkar eigin. Við megum ekki drepa þær niður, heldur ræða við ungmennin okkar, hlusta á skoðanir þeirra og vera móttækileg fyrir þeim. Í þessari viku eru börn og ungmenni að hefja grunnskólagöngu sína, sum í fyrsta sinn, önnur að halda áfram. Slíkum tímum fylgir eftirvænting og gleði en það getur líka valdið kvíða og óöryggi. Því þrátt fyrir miklar framfarir og samfélagslega vakningu um réttindi barna og ungmenna þá er það svo að hluti grunnskólabarna upplifir sig ekki örugg á meðal jafningja, hvort sem er innan veggja skólans, í frístundum eða á samfélagsmiðlum. Einelti og áreitni er og hefur verið óþolandi fylgifiskur skólagöngu um allan heim. Margir skólar hér á landi eru með eineltisáætlanir, svo samræmd viðbrögð eru við þeim eineltismálum sem upp koma. Og er það vel en því miður eru alltaf dæmi þess að einhverjir einstaklingar falla á milli skips og bryggju og upplifa mikla vanlíðan og kvíða við það að sækja skóla. Það fellur því á okkur öll – foreldra, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, annað starfsfólk sem vinnur með börnum og stjórnenda skólanna að tryggja það eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað og að koma til aðstoðar þegar þörf er á. Það gerum við meðal annars með því að tryggja öllum börnum öruggt skólaumhverfi. Umhverfi þar sem öllum börnum er frjálst að fá að vera til með þeim fjölbreyttu eiginleikum sem þau búa yfir. Með því að tryggja og efla samkennd á meðal allra barna strax á fyrstu æviárunum og bjóða upp á námsefni og hugmyndafræði sem eflir þau í félags- og tilfinningaþroska getum við stuðlað að góðri líðan þeirra. Þegar óæskileg atvik eiga sér stað í samskiptum þeirra á milli er mikilvægt að stöðva þau strax í fæðingu en ekki samt með þeim hætti að refsa eða skamma, tryggja þarf að öll börn og ungmenni koma út úr aðstæðum með reisn en ekki sem sökudólgar eða fórnarlömb. Ef um alvarleg atvik eða síendurtekin atvik er að ræða þarf að sjálfsögðu að taka málin föstum tökum en alltaf á þeim forsendum að ekki sé verið að refsa eða skamma, því þá eykst vandinn en frekar. Draga þarf frekar fram styrkleika viðkomandi og aðstoða hann við að vinna með þá. Öllum þeim sem koma að velferð barna stendur til boða ýmis konar tæki og tól til þess að efla sig í slíkum aðstæðum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða upp á námskeið og námsefnið Vinátta sem styður fagfólk við að vinna með góð samskipti á meðal barna, gagnreynt námsefni sem eflir samkennd og umburðarlyndi á meðal barna. Börnin okkar eru framtíðin og framtíðin er björt með þessi öflugu ungmenni sem eru meðvituð um réttindi sín og skyldur. Hvetjum þau áfram, styðjum þau og eflum. Með góðu utanumhaldi og kærleika munum við verða það heppin að sjá þau breyta heiminum til hins betra og það er okkar hlutverk að sjá til þess að það muni gerast. Kæru börn og ungmenni, njótið þess að vera að hefja grunnskólagönguna eftir gott sumarfrí. Farið inn í komandi vetur full af bjartsýni og eldmóð. Takið ykkar pláss og breytið heiminum. Við hjá Barnaheillum höfum fulla trú á ykkur! Höfundur er verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun