Hvað er mikilvægt; bankar eða gamalt fólk? Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. ágúst 2021 09:30 Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri. Ég hef reynt að hlusta eftir hvað það er sem áróðursfólkið vill gera. Hvort það vill fækka gamla fólkinu eða fjölga fólki á vinnualdri, en ég hef enn ekki áttað mig á hvort það er. Ég heyri hins vegar að þau eru fljót að snúa talinu að einkavæðingu gamla fólksins. Þau vilja gera business úr umönnun aldraða. Segja að við höfum ekki efni á öðru. Nú ætla ég ekki að ræða þá hugmynd, meginþorri fólks hefur andstyggð á fólki sem vill græða á sjúkdómum, öldrun, fátækt og bjargarleysi annars fólks. Hvergi nema hér á landi fær þetta fólk fyrstu frétt í fréttatímum til að lýsa þessum auðvirðilegu fyrirætlunum sínum. Ég átta mig ekki alveg á hvers vegna það er, hvers vegna þetta gróðafólk með sínar siðlausu ráðagerðir er svona plássfrekt á Íslandi. En það er eitthvað sem við höfum gert alvarleg vitlaust. Einhvers staðar tókum við vitlausa beygju. Það sem ég vildi ræða er þessi hugmynd að við höfum ekki lengur efni á gamla fólkinu. Er gamla fólkið byrði? Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að 93,4 milljarðar króna fari í málefni aldraðra. Þar munar mestu um eftirlaun sem greidd eru frá Tryggingastofnun ríkisins. Við þetta má bæta 57,9 milljörðum króna sem fara til rekstrar hjúkrunar- og dvalarheimila. Samtals eru þetta 151,3 milljarðar. Það eru um 5,1% af landsframleiðslu. Það eru um 47 þúsund manns sem eru 67 ára og eldri á Íslandi. Þessi útgjöld eru því um 3,2 m.kr. á mann. Og það finnst samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda of mikið. En hvað með bankana? Kvika banki var að skila uppgjöri fyrir fyrri helming ársins, 6,1 milljarður króna í hreinan hagnað. Þá er hagnaður fjögurra banka kominn í 43 milljarða króna á þessum fyrstu sex mánuðum ársins. Það eru um 3% af landsframleiðslu þessara mánaða og því um 59% af því sem ríkið ver í eftirlaun, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Ég man ekki til þess að samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda hefðu kvartað yfir að kannski væri of fátt fólk að strita í hagkerfinu til að standa undir þessum geigvænlegra gróða bankanna. Og svo tryggingafélögin Til að allrar sanngirni sé gætt ættum við að telja VÍS og Sjóvá með bönkunum, þar sem TM er hluti af Kvikubanka. Við getum kallað þetta fjármálakerfið; banka og tryggingafélög. Sjóvá og Vís skiluðu 9,7 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og samanlagður hagnaður þeirra og bankanna var því 52,7 milljarðar króna eða 3,7% af landsframleiðslu þessa tímabils. Það er 73% af því sem ríkið ver til að gera efri ár um 47 þúsund landsmanna bærileg. Þetta er annars vegar hagnaður sex fyrirtækja, sem engum þykir vænt um, og hins vegar velferð 47 þúsund manneskja, sem eru foreldrar okkar, afar og ömmur. Ég man ekki til þess að það hafi verið fyrsta frétt í nokkrum fréttatíma að samfélagið hefði kannski ekki efni á standa undir hagnaði þessara fyrirtækja. Að við yrðum að gera eitthvað í þessu. Að það væri ekki á fólk leggjandi að greiða svona óheyrilegar fjárhæðir til þessara sex fyrirtækja bara svo féð endi sem hreinn hagnaður, umframtekjur þegar allur mögulegur kostnaður hefur verið greiddur. Það sem fyrirtækin leggja á þjónustuna umfram það sem hún kostar. Það sem kalla má okur. Og svo er það leigan Við ættum kannski að bæta við þremur fyrirtækjum við þessa upptalningu. Reitir, Reginn og Eik eru fasteignafélög sem eiga og leigja húsnæði. Þau græddu 7,4 milljarða á síðustu sex mánuðum, sem þau hafa skilað uppgjöri fyrir. Bankar, tryggingarfélög og skráð fasteignafélög hafa því hagnast um 60,1 milljarð króna á sex mánuðum. Eða um sem nemur 4,2% af landsframleiðslu. Það er 82% af því sem gamla fólkið fær úr sameiginlegum sjóðum. Sem það borgar í eins og við hin. Gamla fólkið borgar tekjuskatt, oft af lágum tekjum. Það borgar líka virðisaukaskatt af öllu sem það kaupir. Ég ætla að gefa mér að gamla fólkið borgi hið minnsta það sem upp á vantar, þessi 18% sem ber á milli útgjalda ríkisins til gamla fólksins og þess sem þessi níu fyrirtæki, sem lifa á vöxtum og leigu, tóku til sín í hreinann hagnað Þetta eru aðeins um 48 þús. kr. á mánuði á hvern aldraðan landsmann. Þú lifir ekki heilan mánuð á Íslandi án þess að borga all vega það í skatta. Hversu sjúk erum við orðin? Stundum þegar ég sit undir fréttatímum velti ég fyrir mér hversu sjúk við erum orðin. Hver læddi þeirri hugsun að okkur að mark væri takandi á fólki sem er hálf sturlað af fégræðgi? Til hvers er verið að útvarpa um borg í bý ráðagerðum hinna ríku um að gera sér gamla fólkið að féþúfu, með þeim rökum að gamla fólkið sé of þung byrði fyrir okkur hin? Af hverju er verið að hlusta á þetta fólk með glærurnar? Man einhver til þess að eitthvað gott hafi hlotist af því? Er þetta ekki fólkið sem sagði nauðsynlegt að einkavæða bankana? Fólkið sem byggði upp fjármálakerfið sem sogaði til sín 60 milljarða króna á sex mánuðum. Það eru 120 milljarðar króna á ári. miklu meira en það kostar að byggja nýjan Landspítala. Við höfum ekki efni á auðvaldinu Fjármálakerfið sogaði til sín í hreinan hagnað þessa sex mánuði ígildi um 325 þúsund króna frá hverju mannsbarni á ári. Það eru tæplega 110 þús. kr. á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Bara til að fóðra hreinan hagnað þessara níu fyrirtækja. Og þau eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Ímyndið ykkur peningana sem öll hin fyrirtækin taka til sín, allar arðgreiðslunnar, alla leiguna og alla vextina sem er troðið upp á allt sem þú kaupir, allt sem þú borðar og allt sem þú þarft á að halda til að lifa. Við lifum í samfélagi þar sem allt kerfið gengur út á að hafa af þér fé, soga úr þér orkuna, festa þig á hamsturhjóli vinnuþrælkunar og basls, brennimerkja þig með linnulausum kvíða og fjárhagsáhyggjum. Og fólkið sem lifir sældarlífi af þessu kerfi, fólkið sem lifir af þér, það er mætt í fréttirnar til að segja að við höfum ekki efni á gamla fólkinu. Ágæta fólk, við eigum nóg til handa gamla fólkinu. Við höfum hins vegar ekki efni á að halda þessar blóðsugur lengur, sem hafa sogið sig fastar á allan almenning. Ef við losum okkur við þær höfum við efni á allri þeirri mannúð og mildi sem við viljum sýna gamla fólkinu, foreldrum okkar, öfum og ömmum. Ef við losum okkur við blóðsugurnar getum við öll eignast gott líf. Kosningar í haust snúast um ýmislegt. Þar fáið þið til dæmis að velja á milli gamla fólksins eða blóðsugnanna. Þú getur valið hvort við eigum að samfélagsvæða fjármálakerfið eða einkavæða gamla fólkið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri. Ég hef reynt að hlusta eftir hvað það er sem áróðursfólkið vill gera. Hvort það vill fækka gamla fólkinu eða fjölga fólki á vinnualdri, en ég hef enn ekki áttað mig á hvort það er. Ég heyri hins vegar að þau eru fljót að snúa talinu að einkavæðingu gamla fólksins. Þau vilja gera business úr umönnun aldraða. Segja að við höfum ekki efni á öðru. Nú ætla ég ekki að ræða þá hugmynd, meginþorri fólks hefur andstyggð á fólki sem vill græða á sjúkdómum, öldrun, fátækt og bjargarleysi annars fólks. Hvergi nema hér á landi fær þetta fólk fyrstu frétt í fréttatímum til að lýsa þessum auðvirðilegu fyrirætlunum sínum. Ég átta mig ekki alveg á hvers vegna það er, hvers vegna þetta gróðafólk með sínar siðlausu ráðagerðir er svona plássfrekt á Íslandi. En það er eitthvað sem við höfum gert alvarleg vitlaust. Einhvers staðar tókum við vitlausa beygju. Það sem ég vildi ræða er þessi hugmynd að við höfum ekki lengur efni á gamla fólkinu. Er gamla fólkið byrði? Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að 93,4 milljarðar króna fari í málefni aldraðra. Þar munar mestu um eftirlaun sem greidd eru frá Tryggingastofnun ríkisins. Við þetta má bæta 57,9 milljörðum króna sem fara til rekstrar hjúkrunar- og dvalarheimila. Samtals eru þetta 151,3 milljarðar. Það eru um 5,1% af landsframleiðslu. Það eru um 47 þúsund manns sem eru 67 ára og eldri á Íslandi. Þessi útgjöld eru því um 3,2 m.kr. á mann. Og það finnst samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda of mikið. En hvað með bankana? Kvika banki var að skila uppgjöri fyrir fyrri helming ársins, 6,1 milljarður króna í hreinan hagnað. Þá er hagnaður fjögurra banka kominn í 43 milljarða króna á þessum fyrstu sex mánuðum ársins. Það eru um 3% af landsframleiðslu þessara mánaða og því um 59% af því sem ríkið ver í eftirlaun, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Ég man ekki til þess að samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda hefðu kvartað yfir að kannski væri of fátt fólk að strita í hagkerfinu til að standa undir þessum geigvænlegra gróða bankanna. Og svo tryggingafélögin Til að allrar sanngirni sé gætt ættum við að telja VÍS og Sjóvá með bönkunum, þar sem TM er hluti af Kvikubanka. Við getum kallað þetta fjármálakerfið; banka og tryggingafélög. Sjóvá og Vís skiluðu 9,7 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og samanlagður hagnaður þeirra og bankanna var því 52,7 milljarðar króna eða 3,7% af landsframleiðslu þessa tímabils. Það er 73% af því sem ríkið ver til að gera efri ár um 47 þúsund landsmanna bærileg. Þetta er annars vegar hagnaður sex fyrirtækja, sem engum þykir vænt um, og hins vegar velferð 47 þúsund manneskja, sem eru foreldrar okkar, afar og ömmur. Ég man ekki til þess að það hafi verið fyrsta frétt í nokkrum fréttatíma að samfélagið hefði kannski ekki efni á standa undir hagnaði þessara fyrirtækja. Að við yrðum að gera eitthvað í þessu. Að það væri ekki á fólk leggjandi að greiða svona óheyrilegar fjárhæðir til þessara sex fyrirtækja bara svo féð endi sem hreinn hagnaður, umframtekjur þegar allur mögulegur kostnaður hefur verið greiddur. Það sem fyrirtækin leggja á þjónustuna umfram það sem hún kostar. Það sem kalla má okur. Og svo er það leigan Við ættum kannski að bæta við þremur fyrirtækjum við þessa upptalningu. Reitir, Reginn og Eik eru fasteignafélög sem eiga og leigja húsnæði. Þau græddu 7,4 milljarða á síðustu sex mánuðum, sem þau hafa skilað uppgjöri fyrir. Bankar, tryggingarfélög og skráð fasteignafélög hafa því hagnast um 60,1 milljarð króna á sex mánuðum. Eða um sem nemur 4,2% af landsframleiðslu. Það er 82% af því sem gamla fólkið fær úr sameiginlegum sjóðum. Sem það borgar í eins og við hin. Gamla fólkið borgar tekjuskatt, oft af lágum tekjum. Það borgar líka virðisaukaskatt af öllu sem það kaupir. Ég ætla að gefa mér að gamla fólkið borgi hið minnsta það sem upp á vantar, þessi 18% sem ber á milli útgjalda ríkisins til gamla fólksins og þess sem þessi níu fyrirtæki, sem lifa á vöxtum og leigu, tóku til sín í hreinann hagnað Þetta eru aðeins um 48 þús. kr. á mánuði á hvern aldraðan landsmann. Þú lifir ekki heilan mánuð á Íslandi án þess að borga all vega það í skatta. Hversu sjúk erum við orðin? Stundum þegar ég sit undir fréttatímum velti ég fyrir mér hversu sjúk við erum orðin. Hver læddi þeirri hugsun að okkur að mark væri takandi á fólki sem er hálf sturlað af fégræðgi? Til hvers er verið að útvarpa um borg í bý ráðagerðum hinna ríku um að gera sér gamla fólkið að féþúfu, með þeim rökum að gamla fólkið sé of þung byrði fyrir okkur hin? Af hverju er verið að hlusta á þetta fólk með glærurnar? Man einhver til þess að eitthvað gott hafi hlotist af því? Er þetta ekki fólkið sem sagði nauðsynlegt að einkavæða bankana? Fólkið sem byggði upp fjármálakerfið sem sogaði til sín 60 milljarða króna á sex mánuðum. Það eru 120 milljarðar króna á ári. miklu meira en það kostar að byggja nýjan Landspítala. Við höfum ekki efni á auðvaldinu Fjármálakerfið sogaði til sín í hreinan hagnað þessa sex mánuði ígildi um 325 þúsund króna frá hverju mannsbarni á ári. Það eru tæplega 110 þús. kr. á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Bara til að fóðra hreinan hagnað þessara níu fyrirtækja. Og þau eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Ímyndið ykkur peningana sem öll hin fyrirtækin taka til sín, allar arðgreiðslunnar, alla leiguna og alla vextina sem er troðið upp á allt sem þú kaupir, allt sem þú borðar og allt sem þú þarft á að halda til að lifa. Við lifum í samfélagi þar sem allt kerfið gengur út á að hafa af þér fé, soga úr þér orkuna, festa þig á hamsturhjóli vinnuþrælkunar og basls, brennimerkja þig með linnulausum kvíða og fjárhagsáhyggjum. Og fólkið sem lifir sældarlífi af þessu kerfi, fólkið sem lifir af þér, það er mætt í fréttirnar til að segja að við höfum ekki efni á gamla fólkinu. Ágæta fólk, við eigum nóg til handa gamla fólkinu. Við höfum hins vegar ekki efni á að halda þessar blóðsugur lengur, sem hafa sogið sig fastar á allan almenning. Ef við losum okkur við þær höfum við efni á allri þeirri mannúð og mildi sem við viljum sýna gamla fólkinu, foreldrum okkar, öfum og ömmum. Ef við losum okkur við blóðsugurnar getum við öll eignast gott líf. Kosningar í haust snúast um ýmislegt. Þar fáið þið til dæmis að velja á milli gamla fólksins eða blóðsugnanna. Þú getur valið hvort við eigum að samfélagsvæða fjármálakerfið eða einkavæða gamla fólkið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun