Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum Svandís Svavarsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:00 Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Því hefur á kjörtímabilinu verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar í umdæminu. Sterkari heilbrigðisstofnun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sinnir heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæminu. Á sjúkrasviði HSS í Reykjanesbæ er legudeild með sjúkrarýmum, endurhæfingarrými, slysa- og bráðamóttaka sem opin er allan sólarhringinn og ljósmæðrastýrð fæðingarþjónusta. Stofnunin hefur verið styrkt verulega fjárhagslega á kjörtímabilinu, en raunhækkun fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá árinu 2014 til fjárlaga ársins 2021 nemur 17,3% á föstu verðlagi. Sem dæmi um eflingu verkefna innan stofnunarinnar má nefna fjármögnun heilsueflandi heimsókna, styrkingu geðheilsuteyma og álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19. HSS fékk einnig 200 milljónir króna í fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar árið 2020 og aðrar 200 á fjárlögum árið 2021 sérstaklega til þess að vinna að breyttri aðkomu fyrir sjúkrabíla og til þess að gera endurbætur á innra skipulagi húsnæðisins, en þær breytingar munu hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustu og aðstæður stofnunarinnar. Í ágúst á þessu ári samþykkti ég tímabundna fjölgun sjúkrarýma á HSS um 10 rými sem er ætlað að styðja við Landspítala vegna álags á spítalanum tengt Covid-19. Sá stuðningur HSS er mikilvægur og minnir okkur á að heilbrigðiskerfið okkar er einn samfelldur vefur þjónustu um allt land. Heilsugæsla í lykilhlutverki Heilsugæslan í Reykjanesbæ gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu í umdæminu en HSS rekur heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ og Grindavík. Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta stöð landsins en í lok júlí á þessu ári voru 23.661 einstaklingar skráðir á heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum, þ.a. 20.560 á heilsugæslu Reykjanesbæjar sem sinnir auk Reykjanesbæjar Suðurnesjabæ og sveitarfélaginu Vogum. Mikil þörf er á byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ. Undirbúningur að þeirri byggingu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir fjármagni vegna byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á fjárlögum ársins 2021, auk þess sem byggingin er fjármögnuð samkvæmt gildandi fjármálaáætlun. Þar sem þörfin á nýrri heilsugæslustöð er brýn hefur verið ákveðið að taka tímabundið á leigu húsnæði undir heilsugæslu, þar til byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar er lokið. Þannig er hægt að bæta aðstöðu til þjónustu hið fyrsta. Sú vinna er í undirbúningi og vonandi opnar ný heilsugæslustöð í leiguhúsnæði á fyrri hluta næsta árs. Það verður löngu tímabært. Bætt þjónusta við aldraða Á Suðurnesjum eru nokkuð færri hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa 80 ára og eldri en í hinum heilbrigðisumdæmunum. Við þeirri stöðu hefur verið brugðist með undirritun samnings um stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum um 60 rými, en þar af eru 30 ný rými. Rýmin verða komin í rekstur árið 2024 og munu rétta hlut Suðurnesja töluvert í þessu samhengi. Nýlega var ákveðið að fjölga almennum dagdvalarrýmum um 8 í Suðurnesjabæ og hefur SÍ verið falið að ganga frá samningum um það við sveitarfélagið. Fyrir liggur að þörf er fyrir fjölgun dagdvalarrýma í heilbrigðisumdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé horft til nýtingar þeirra rýma sem eru fyrir hendi og mannfjölda í umdæminu og eins og staðan er nú eru engin dagdvalarrými í Suðurnesjabæ en 33 slík eru í Reykjanesbæ, þar af 15 sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun og fimm almenn rými í Grindavík. Geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið styrkt á marga vegu á kjörtímabilinu, t.d. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Sem viðbragð við Covid-19 heimsfaraldi var fjármögnun geðheilbrigðisþjónustu styrkt um land allt um 540 milljónir árið 2020 og aftur um 540 milljónir. árið 2021. Af þessum fjármunum runnu 13 milljónir til fjölgunar sálfræðinga á HSS og 13 milljónir til að fjölga stöðugildum í geðheilbrigðisteymum. Þetta fjármagn var einnig nýtt til frekari aðgerða sem gagnast umdæmi HSS, til dæmis staða geðlæknis sem þjónar landinu öllu með fjarþjónustu og heimsóknum sem og aðgerðir sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur verið falið og snúa að gæðastarfi og þekkingarmiðlun til heilsugæsla í landinu. Efling um allt land Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur um allt land hafa verið styrktar, auk þess sem unnið hefur verið að ýmsum verkefnum sem hafa jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna um allt land, bæði í þéttbýli og dreifbýli, borgum og bæjum. Nefna má lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, samþykkt heilbrigðisstefnu og breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu er markmið sem við munum halda áfram að vinna að, ekki síst á Suðurnesjum. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mjög mikilvægt, og raunar eitt af markmiðum heilbrigðisstefnu. Því hefur á kjörtímabilinu verið lögð áhersla á eflingu og styrkingu heilbrigðisþjónustunnar í umdæminu. Sterkari heilbrigðisstofnun Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sinnir heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæminu. Á sjúkrasviði HSS í Reykjanesbæ er legudeild með sjúkrarýmum, endurhæfingarrými, slysa- og bráðamóttaka sem opin er allan sólarhringinn og ljósmæðrastýrð fæðingarþjónusta. Stofnunin hefur verið styrkt verulega fjárhagslega á kjörtímabilinu, en raunhækkun fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá árinu 2014 til fjárlaga ársins 2021 nemur 17,3% á föstu verðlagi. Sem dæmi um eflingu verkefna innan stofnunarinnar má nefna fjármögnun heilsueflandi heimsókna, styrkingu geðheilsuteyma og álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19. HSS fékk einnig 200 milljónir króna í fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar árið 2020 og aðrar 200 á fjárlögum árið 2021 sérstaklega til þess að vinna að breyttri aðkomu fyrir sjúkrabíla og til þess að gera endurbætur á innra skipulagi húsnæðisins, en þær breytingar munu hafa mjög jákvæð áhrif á þjónustu og aðstæður stofnunarinnar. Í ágúst á þessu ári samþykkti ég tímabundna fjölgun sjúkrarýma á HSS um 10 rými sem er ætlað að styðja við Landspítala vegna álags á spítalanum tengt Covid-19. Sá stuðningur HSS er mikilvægur og minnir okkur á að heilbrigðiskerfið okkar er einn samfelldur vefur þjónustu um allt land. Heilsugæsla í lykilhlutverki Heilsugæslan í Reykjanesbæ gegnir lykilhlutverki í að veita fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu í umdæminu en HSS rekur heilsugæslustöðvar í Reykjanesbæ og Grindavík. Heilsugæslan í Reykjanesbæ er nú ein fjölmennasta stöð landsins en í lok júlí á þessu ári voru 23.661 einstaklingar skráðir á heilsugæslustöðvar á Suðurnesjum, þ.a. 20.560 á heilsugæslu Reykjanesbæjar sem sinnir auk Reykjanesbæjar Suðurnesjabæ og sveitarfélaginu Vogum. Mikil þörf er á byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Reykjanesbæ. Undirbúningur að þeirri byggingu er þegar hafinn og gert er ráð fyrir fjármagni vegna byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar á fjárlögum ársins 2021, auk þess sem byggingin er fjármögnuð samkvæmt gildandi fjármálaáætlun. Þar sem þörfin á nýrri heilsugæslustöð er brýn hefur verið ákveðið að taka tímabundið á leigu húsnæði undir heilsugæslu, þar til byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar er lokið. Þannig er hægt að bæta aðstöðu til þjónustu hið fyrsta. Sú vinna er í undirbúningi og vonandi opnar ný heilsugæslustöð í leiguhúsnæði á fyrri hluta næsta árs. Það verður löngu tímabært. Bætt þjónusta við aldraða Á Suðurnesjum eru nokkuð færri hjúkrunarrými á hverja þúsund íbúa 80 ára og eldri en í hinum heilbrigðisumdæmunum. Við þeirri stöðu hefur verið brugðist með undirritun samnings um stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum um 60 rými, en þar af eru 30 ný rými. Rýmin verða komin í rekstur árið 2024 og munu rétta hlut Suðurnesja töluvert í þessu samhengi. Nýlega var ákveðið að fjölga almennum dagdvalarrýmum um 8 í Suðurnesjabæ og hefur SÍ verið falið að ganga frá samningum um það við sveitarfélagið. Fyrir liggur að þörf er fyrir fjölgun dagdvalarrýma í heilbrigðisumdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé horft til nýtingar þeirra rýma sem eru fyrir hendi og mannfjölda í umdæminu og eins og staðan er nú eru engin dagdvalarrými í Suðurnesjabæ en 33 slík eru í Reykjanesbæ, þar af 15 sérhæfð dagdvalarrými fyrir fólk með heilabilun og fimm almenn rými í Grindavík. Geðheilbrigðisþjónusta í nærumhverfi Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið styrkt á marga vegu á kjörtímabilinu, t.d. með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu og stofnun geðheilsuteyma um land allt. Sem viðbragð við Covid-19 heimsfaraldi var fjármögnun geðheilbrigðisþjónustu styrkt um land allt um 540 milljónir árið 2020 og aftur um 540 milljónir. árið 2021. Af þessum fjármunum runnu 13 milljónir til fjölgunar sálfræðinga á HSS og 13 milljónir til að fjölga stöðugildum í geðheilbrigðisteymum. Þetta fjármagn var einnig nýtt til frekari aðgerða sem gagnast umdæmi HSS, til dæmis staða geðlæknis sem þjónar landinu öllu með fjarþjónustu og heimsóknum sem og aðgerðir sem Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur verið falið og snúa að gæðastarfi og þekkingarmiðlun til heilsugæsla í landinu. Efling um allt land Á kjörtímabilinu hefur verið lögð áhersla á eflingu heilbrigðisþjónustunnar um land allt. Heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur um allt land hafa verið styrktar, auk þess sem unnið hefur verið að ýmsum verkefnum sem hafa jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna um allt land, bæði í þéttbýli og dreifbýli, borgum og bæjum. Nefna má lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu, samþykkt heilbrigðisstefnu og breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu í kjölfarið. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu er markmið sem við munum halda áfram að vinna að, ekki síst á Suðurnesjum. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun