Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Embættis landlæknis. Þar kemur fram að annar þeirra hafi verið einstaklingur á sjötugsaldri sem var bólusettur og hinn á sextugsaldri, óbólusettur.
Báðir höfðu verið veikir með Covid-19 í að minnsta kosti tvær vikur fyrir andlát.
Frá upphafi faraldursins hafa alls 32 látist af völdum veirunnar hér á landi.