Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun