Áskorun til Landgræðslunnar Björn Halldórsson skrifar 2. september 2021 14:30 Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fremur kalt vor hér á Norðausturlandi fram í júní, kom loksins hlýtt sumar. Eftir að hlýnaði varð nokkuð hvasst með suðlægum áttum og var þá varla hægt að hafa opna glugga vegna moldroks. Við sáum varla til Kópaskers, sem er í innan við 9 kílómetra fjarlægð. Landið fýkur burt. Þótt töluvert sé unnið að því að stöðva gróður-/og jarðvegseyðingu með áburði og grasfræi, þá er víða neyarástand og brýn þörf á mun fljótvirkari aðferðum. Á myndinni hér að neðan sést hvar síðustu jarðvegsleifarnar eru að fara með vatni og vindum frá börðunum þremur til hægri. Fyrir nokkrum árum handsáði ég lúpínufræum meðfram gilinu til vinstri á myndinni. Það eru þessir grænu hálfmánar sem sjást þarna í röð. Fullyrða má, að aðeins ein raunhæf leið sé til að mynda samfellda gróðurþekju á þessu svæði og það er að sá lúpínu í það allt. Sama má segja um mörg önnur svæði víða um land, þar sem tilbúinn áburður og grasfræ mega sín lítils og er auk þess of dýr aðferð. Þess vegna skora ég undirritaður hér með á Landgræðsluna að fullnýta afkastagetu sína til að framleiða eins mikið af lúpínufræi og hægt er. Þetta þolir enga bið, það er ekki hægt að fórna þúsundum hektara á þeim forsendum að lúpínan sé að eyðileggja líffræðilega fjölbreytni. Á svæðinu á myndinni væri nær að tala um líffræðilegt gjaldþrot og því ekki verið að eyðileggja neitt með lúpínusáningum. Nýlega birtist grein á vísi.is, þar sem greinarhöfundur hvatti lesendur til að treysta náttúrunni og átti þá líklega við að ekki ætti að grípa inn í atburðarásina t.d með því að sá utanaðkomandi plöntum. Varðandi svæðið á myndinni, getum við fullkomlega treyst eyðingaröflum náttúrunnar til að ljúka við eyðilegginguna. Ef ekki er gripið inn í verður þarna ekki annað en grjót og möl sem fýkur og sverfur steina. Vandamál sem upp hafa komið vegna lúpínusáninga tel ég lítilvæg samanborið við þann gríðarlega vanda að hafa hana ekki. Vissulega hafa orðið og eru að verða „umhverfisslys“ með ógætilegri notkun og dreifingu sumra plantna og má nefna kerfil, njóla, bjarnarkló og sjálfsagt fleiri í því sambandi. Þeim þurfum við að mínu mati að berjast gegn, en lúpínan gæti verið okkar áburðarverksmiðja og búið í haginn fyrir aðrar plöntur. Notum hana á stóru auðnirnar, annað er ekki raunhæft. Við, sem þjóð getum ekki búið við núverandi ástand margra landsvæða, það er til skammar. Er Ísland ekki ein stærsta uppspretta ryks í Evrópu? Að aflétta beit á illa förnum afréttum getur verið skref í rétta átt, en gefur okkur ekki gróður og jarðveg við erfiðustu aðstæðurnar. Þar er þörf á öflugum aðgerðum sem kalla mætti neyðaraðstoð. Jarðvegs og gróðurlaust land er líkt og sjúklingur sem misst hefur húðina af stórum svæðum. Undirritaður hefur stundað uppgræðslu lands í meira en hálfa öld með ýmsum aðferðum og þekkir enga plöntu aðra en lúpínu, sem gæti stöðvað jarðvegseyðingu á erfiðustu svæðum og jafnvel bjargað öðrum plöntum, sem leynast í eyimörkum landsins. Með kveðju og þakklæti fyrir aðstoð við uppgræðsluna, Höfundur er bóndi á Valþjófsstöðum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun