Næsta skref jafnréttis Matthías Ólafsson skrifar 7. september 2021 15:31 Öfgafull daggæsla – forsenda jafnréttis? „Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála. Með orðum sínum átt Ruth við þá staðreynd, að þó mikilvægur árangur hafi náðst í jafnrétti kynjanna, hafi hann einskorðast við aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Ríkjandi hugmyndir um umönnun barna eru enn á þá vegu að hún falli í skaut mæðra frekar en feðra, í fjarveru lausna sem tryggja konum greiða leið aftur á vinnumarkað eftir að hafa alið barn. Sú lausn sem farin hefur verið er að tryggja barni daggæslu sem allra fyrst á lífsleiðinni í sem allra lengstan tíma. Daggæsla ungbarna hefur þannig þótt mikilvægt tól til að tryggja frelsi kvenna, fjárhagslegt sjálfstæði og aðgengi að vinnumarkaðnum og þeim faglega virðingastiga sem hann þykir marka í samfélaginu. Tvíeggjað sverð Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að almennt séð eru foreldrar best til þess fallnir að annast ung börn sín. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga sem þýðir að þau eru háð því að umönnunarðili lesi í og uppfylli þarfir þeirra. Öll börn hafa þörf fyrir öryggi og fyrir því að líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra sé mætt og grunn forsenda þess að börn upplifi fullnægjandi öryggi er næm og kærleiksrík umönnun. Næm og kærleiksrík umönnun felst meðal annars í því að lágmarka streitu og vanlíðan barns og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fæðingu og til fimm ára aldurs eru börn ekki aðeins afar háð umönnunaraðilum sínum, heldur er heili þess einnig að þroskast gífurlega mikið. Þetta tímabil er þekkt sem viðkvæmt tímabil í þroska heilans, takmarkað tímabil þar sem áhrif reynslu á heilaþroskann er sérstaklega sterk og reynslan veltur á gæði umönnunar. Væntumþykja gagnvart barninu er því lykilatriði í að tryggja umönnun sem tekur mið af þörfum barnsins á því mikla mótunarskeiði sem markar fyrstu árin. Það dýrmætasta sem við sem foreldrar getum gefið börnunum okkar er tími og athygli og því má segja að það sé tvíeggjað sverð að ætla að laga jafnréttismál með því að láta börn sem allra fyrst og sem allra lengst í hendur ókunnugra. Ísland – best í heimi? Ísland var efst á lista Alþjóðefnahagsráðsins hvað varðar frammistöðu í jafnréttismálum árið 2021. Er þetta tólfta árið í röð sem við skorum hæst á lista, m.a. í krafti hárrar atvinnuþátttöku kvenna, hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja og á þingi. Þetta er sannarlega frábær árangur sem okkur ber að hampa en tölfræðin um líðan barna hérlendis, sem ekki er óskyldur mælikvarði, er ekki eins glæsilegur. Íslensk börn eru meðal þeirra vansælustu í Evrópu og skora mun neðaren jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar félags og námsfærni. Á sama tíma færist lyfjanotkun barna gegn kvíða og þunglyndi í aukana. Fylgni er ekki það sama og orsakatengsl, en miðað við ofangreinda umfjöllun um mikilvægi tengslamyndunnar í frumbernsku má leiða líkum að því árangur er við kemur aðgengi beggja foreldra að vinnumarkaði skapi börnum ekki nógu góða félagslega umgjörð. Fórnarlömb jafnréttis karla og kvenna frammi fyrir atvinnumarkaðnum eru börnin okkar. Lausnin; Efling feðra í foreldrahlutverkinu Svarið er ekki að afturgera þær borgaralegu og félagslegu umbætur sem konur hafa náð fram á undanförnum árum. Rót vandans er að finna í því að baráttan fyrir jafnrétti hefur fyrst og fremst snúist að atvinnumarkaði. Ganga þarf lengra í kröfunni um jafnrétti og umbylta ríkjandi hugmyndum um að umönnun barna tilheyri konum fyrst og fremst. Raunveruleg forsenda jafnréttis er þannig ekki enn meiri daggæsla, heldur jöfn umönnunarbyrði karla og kvenna. Upphrópanir um að karlar þurfi að fara að standa upp og gera skyldu sína hafa því miður skilað litlum árangri. Karlar þurfa stuðning og fræðslu, strax á meðgöngu, um mikilvægi þess að eiga hlutdeild í lífi barna sinna. Vert er að nefna að karlar búa ekki við sama stuðningsnet og konur þegar þeir standa frammi fyrir því hlutverki að verða feður í fyrsta sinn. Þeir hafa ekki alist upp við þá hugmynd að þeim beri að eiga frumkvæði að ýmis konar skipulagi um framkvæmd heimilishalds og barnaumönnunar, þeir hafa ekki fengið þau skilaboð frá samfélaginu að þegar þeir verði feður verði örlög þeirra bundin við barnið. Þeir hafa enga bumbuhópa, enga feðravernd oghafa ekki kynnst orðræðu um eðlislæga föðurást eða föðureðli. Vinnan er ekki verðmætari en börnin Raunverulegt jafnrétti krefst aðkomu stjórnvalda og vinnumarkaðar. Lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði, þar sem körlum væri skylt að nýta jafnan hluta á við konur væri til þess fallið að hvetja karlmenn til að bera raunverulega umönnunarbyrði. Slíkri þróun mun fylgja hugarfarsbreyting í þágu þess sem í þessari grein er kallað næsta skref jafnréttis, en sú vegferð er þegar hafin með nýlegri lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Þá þarf að veita foreldrum svigrúm til að takast á við það mikilvæga hlutverk að sinna ungbarni, með því að eiga frumkvæði að því að tryggja sveigjanlegan vinnutíma og sveigjanlegt vinnuhlutfall. Mikil þörf er á þessum aðgerðum, sem styrkja samfélagslega viðurkenningu umönnunar ungra barna og skapa körlum þannig forsendur til að efla sig í feðrahlutverkinu. Raunverulegt jafnrétti krefst nefnilega viðurkenningar á þeirri staðreynd að vinnan er ekki verðmætari en umönnun barnanna okkar. Höfundur er formaður Fyrstu fimm, starfandi ráðgjafi í metanólgeiranum, stjórnmálafræðingur og pabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Öfgafull daggæsla – forsenda jafnréttis? „Konur munu hafa náð fullu jafnrétti þegar karlar deila með þeim ábyrgð á því að ala upp næstu kynslóð“ svaraði bandaríski hæstaréttadómarinn Ruth Bader Ginsburg blaðamanni tímarits lögfræðingafélags New York borgar, aðspurð um stöðu jafnréttismála. Með orðum sínum átt Ruth við þá staðreynd, að þó mikilvægur árangur hafi náðst í jafnrétti kynjanna, hafi hann einskorðast við aukna þátttöku kvenna í atvinnulífinu. Ríkjandi hugmyndir um umönnun barna eru enn á þá vegu að hún falli í skaut mæðra frekar en feðra, í fjarveru lausna sem tryggja konum greiða leið aftur á vinnumarkað eftir að hafa alið barn. Sú lausn sem farin hefur verið er að tryggja barni daggæslu sem allra fyrst á lífsleiðinni í sem allra lengstan tíma. Daggæsla ungbarna hefur þannig þótt mikilvægt tól til að tryggja frelsi kvenna, fjárhagslegt sjálfstæði og aðgengi að vinnumarkaðnum og þeim faglega virðingastiga sem hann þykir marka í samfélaginu. Tvíeggjað sverð Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að almennt séð eru foreldrar best til þess fallnir að annast ung börn sín. Ungabörn eru algjörlega ósjálfbjarga sem þýðir að þau eru háð því að umönnunarðili lesi í og uppfylli þarfir þeirra. Öll börn hafa þörf fyrir öryggi og fyrir því að líkamlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra sé mætt og grunn forsenda þess að börn upplifi fullnægjandi öryggi er næm og kærleiksrík umönnun. Næm og kærleiksrík umönnun felst meðal annars í því að lágmarka streitu og vanlíðan barns og gleðjast yfir tilveru þess. Frá fæðingu og til fimm ára aldurs eru börn ekki aðeins afar háð umönnunaraðilum sínum, heldur er heili þess einnig að þroskast gífurlega mikið. Þetta tímabil er þekkt sem viðkvæmt tímabil í þroska heilans, takmarkað tímabil þar sem áhrif reynslu á heilaþroskann er sérstaklega sterk og reynslan veltur á gæði umönnunar. Væntumþykja gagnvart barninu er því lykilatriði í að tryggja umönnun sem tekur mið af þörfum barnsins á því mikla mótunarskeiði sem markar fyrstu árin. Það dýrmætasta sem við sem foreldrar getum gefið börnunum okkar er tími og athygli og því má segja að það sé tvíeggjað sverð að ætla að laga jafnréttismál með því að láta börn sem allra fyrst og sem allra lengst í hendur ókunnugra. Ísland – best í heimi? Ísland var efst á lista Alþjóðefnahagsráðsins hvað varðar frammistöðu í jafnréttismálum árið 2021. Er þetta tólfta árið í röð sem við skorum hæst á lista, m.a. í krafti hárrar atvinnuþátttöku kvenna, hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja og á þingi. Þetta er sannarlega frábær árangur sem okkur ber að hampa en tölfræðin um líðan barna hérlendis, sem ekki er óskyldur mælikvarði, er ekki eins glæsilegur. Íslensk börn eru meðal þeirra vansælustu í Evrópu og skora mun neðaren jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við hvað varðar félags og námsfærni. Á sama tíma færist lyfjanotkun barna gegn kvíða og þunglyndi í aukana. Fylgni er ekki það sama og orsakatengsl, en miðað við ofangreinda umfjöllun um mikilvægi tengslamyndunnar í frumbernsku má leiða líkum að því árangur er við kemur aðgengi beggja foreldra að vinnumarkaði skapi börnum ekki nógu góða félagslega umgjörð. Fórnarlömb jafnréttis karla og kvenna frammi fyrir atvinnumarkaðnum eru börnin okkar. Lausnin; Efling feðra í foreldrahlutverkinu Svarið er ekki að afturgera þær borgaralegu og félagslegu umbætur sem konur hafa náð fram á undanförnum árum. Rót vandans er að finna í því að baráttan fyrir jafnrétti hefur fyrst og fremst snúist að atvinnumarkaði. Ganga þarf lengra í kröfunni um jafnrétti og umbylta ríkjandi hugmyndum um að umönnun barna tilheyri konum fyrst og fremst. Raunveruleg forsenda jafnréttis er þannig ekki enn meiri daggæsla, heldur jöfn umönnunarbyrði karla og kvenna. Upphrópanir um að karlar þurfi að fara að standa upp og gera skyldu sína hafa því miður skilað litlum árangri. Karlar þurfa stuðning og fræðslu, strax á meðgöngu, um mikilvægi þess að eiga hlutdeild í lífi barna sinna. Vert er að nefna að karlar búa ekki við sama stuðningsnet og konur þegar þeir standa frammi fyrir því hlutverki að verða feður í fyrsta sinn. Þeir hafa ekki alist upp við þá hugmynd að þeim beri að eiga frumkvæði að ýmis konar skipulagi um framkvæmd heimilishalds og barnaumönnunar, þeir hafa ekki fengið þau skilaboð frá samfélaginu að þegar þeir verði feður verði örlög þeirra bundin við barnið. Þeir hafa enga bumbuhópa, enga feðravernd oghafa ekki kynnst orðræðu um eðlislæga föðurást eða föðureðli. Vinnan er ekki verðmætari en börnin Raunverulegt jafnrétti krefst aðkomu stjórnvalda og vinnumarkaðar. Lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði, þar sem körlum væri skylt að nýta jafnan hluta á við konur væri til þess fallið að hvetja karlmenn til að bera raunverulega umönnunarbyrði. Slíkri þróun mun fylgja hugarfarsbreyting í þágu þess sem í þessari grein er kallað næsta skref jafnréttis, en sú vegferð er þegar hafin með nýlegri lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. Þá þarf að veita foreldrum svigrúm til að takast á við það mikilvæga hlutverk að sinna ungbarni, með því að eiga frumkvæði að því að tryggja sveigjanlegan vinnutíma og sveigjanlegt vinnuhlutfall. Mikil þörf er á þessum aðgerðum, sem styrkja samfélagslega viðurkenningu umönnunar ungra barna og skapa körlum þannig forsendur til að efla sig í feðrahlutverkinu. Raunverulegt jafnrétti krefst nefnilega viðurkenningar á þeirri staðreynd að vinnan er ekki verðmætari en umönnun barnanna okkar. Höfundur er formaður Fyrstu fimm, starfandi ráðgjafi í metanólgeiranum, stjórnmálafræðingur og pabbi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun