Fullt nám, hálft lán Gísli Rafn Ólafsson og Lenya Rún Taha Karim skrifa 10. september 2021 09:30 Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Húsnæðismál Námslán Hagsmunir stúdenta Alþingiskosningar 2021 Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum. Bæði þekkjum við fólk sem hefur mátt sætta sig við margar vikur af ristuðu brauði og núðluáti. Þegar þau reyndu að vinna sér inn aukapening, til þess að hrista aðeins upp í mataræðinu, þá var það verðlaunað með lægri lánum og fleiri núðlum. Upphæð framfærslulána hefur sannarlega hækkað að krónutölu á þessum árum, þó það nú væri. Verðlag hefur rúmlega þrefaldast síðan árið 1990. Það er nú samt ennþá þannig að framfærslan sem námsmönnum er skömmtuð nær ekki helmingnum af þeirri upphæð sem talin er lágmark fyrir útlendinga sem vilja fá dvalarleyfi hér á landi. Sérstakt lán fyrir húsnæði er einungis um 60% af leiguverðinu á ódýrasta stúdentagarðinum og helmingur af því sem ódýrasta stúdíóíbúð á nýrri stúdentagörðum kostar. Aðstæður stúdenta eru misjafnar. Sumt námsfólk er á leigumarkaði, önnur eru í foreldrahúsum og þá eru mörg jafnframt búin að stofna fjölskyldu. Það þarf að taka mið af misjöfnum aðstæðum stúdenta þannig að kerfið nái yfir þau öll. Barnastyrkirnir sem Menntasjóður Námsmanna býður upp á t.d. duga varla til að dekka algjör grunnatriði eins og leikskólagjöld, mat og fatnað á börnin. Vinna eins og berserkir Stúdentar sem hafa ekki sterkt fjárhagslegt bakland þurfa að vinna með námi. Ef marka má tölur Eurostudent er hópurinn án baklands stór á Íslandi, 72% íslenskra stúdenta vinna með námi sem er miklu hærra hlutfall en meðal kollega þeirra á Norðurlöndum. Þá myndast hins vegar leiðinda vítahringur, því um leið og þau vinna meðfram náminu skerðist framfærslan þeirra fljótt. Frítekjumark námsfólks í dag er einungis 1.410.000 krónur fyrir allt árið, þrátt fyrir hækkunina í nýjustu úthlutunarreglum. Við þurfum að afnema þá þörf að stúdentar þurfi að vinna með skóla, enda er fullt nám full vinna. Þetta krefst þess að grunnframfærslan sé hækkuð verulega til þess að tryggja grunnframfærslu sem dugir á meðan á námi stendur. Ef stúdentar velja svo að vinna á sumrin ættu þær tekjur ekki að hafa áhrif á framfærslulán vetrarins. Hver trúir því í alvöru að fólk geti skrapað saman svo miklum tekjum yfir sumarmánuðina að þær dugi hina 9 mánuði ársins? Skynsöm fjárfesting í fólki Jafnt og þétt þurfum við síðan að auka hlutfall styrkja í kerfinu og draga úr því að fólk sitji uppi með lán sem það þarf að borga af í áratugi. Einhver skynsamasta fjárfesting sem stjórnvöld geta ráðist í er að stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að námi loknum. Það væri alvöru fjárfesting í fólki og framtíðinni. Við þurfum að gera stúdentum kleift að koma undir sig fótunum, kaupa sína fyrstu íbúð eða fara erlendis í frekara nám, þrátt fyrir að hafa tekið þá skynsömu ákvörðun að fara í háskóla eða annað framhaldsnám. Þetta viðhorf að stúdentar þurfi að þjást með námi, að stúdentar þurfi að vinna fullt starf á sumrin þannig að þau geti sloppið með að vinna bara smávegis með fullu námi á veturna, er skammsýnt viðhorf.Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt. Tímarnir hafa breyst, aðstæður hafa breyst, námskráin hefur breyst og framtíðin krefst breytinga. Lánasjóðskerfið þarf að breytast með. Höfundar skipa þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður og annað sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun