Þjóðgarður í landi tækifæranna Vilhjálmur Árnason skrifar 10. september 2021 11:31 Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Hálendið er okkur öllum kært af svo mörgum ástæðum. Íslenskri þjóð hefur borið gæfa til að nýta og njóta hálendisins sem á stóran þátt í þeim lífsgæðum sem við búum við í dag. Það er því ótrúlegt að þurfa að standa í baráttu um afnotarétt þjóðarinnar á hálendinu. Það eru nefnilega öfl í þjóðfélaginu sem vilja loka hálendið af, koma í veg fyrir frekari orkuöflun og takmarka umgengni þar. Þetta er gert undir merkjum hálendisþjóðgarðs sem á að trekkja erlenda gesti til landsins. Hálendið stendur eitt og sér undir því að lokka til sín gesti, innlenda sem erlenda ásamt því að vera fullt af tækifærum fyrir byggðirnar í kring. Við nefnilega lifum af því að nýta land. Bændur hafa í gegnum ár og aldir nýtt hálendið til ræktunar og matvælaöflunar. Við höfum nýtt vatnsfallið af hálendinu til tekjuöflunar sem hefur nýst í uppbyggingu á öflugu velferðarsamfélagi samhliða umhverfisvænu raforkukerfi um land allt. Ferðafrelsið hefur leitt af sér nýsköpun við nýtingu hálendisins í gegnum útivist, sem dæmi. Nú flytjum við út íslenskt hugvit í breyttum jeppum sem tryggir einnig gott aðgengi að hálendinu ásamt því að skaffa björgunarsveitum okkar fyrsta flokks björgunartæki. Ferðaþjónustan hefur skipulagt og byggt upp á þeim stöðum sem voru í hættu vegna ágangs ferðamanna. Það kveður því miður við annan tón innan friðlýstra svæða, eins og þjóðgarða eða á þjóðlendum þar sem ríkið fer með forræðið. Þar gerast hlutirnir mun hægar eða bara ekki. Ágangurinn skapar skaða og er ekki gestum bjóðandi. Ríkið er því miður versti landeigandinn. Rétt er að minnast þess að nú þegar eru vel yfir 100 friðlýst svæði á Íslandi og þar af þrír þjóðgarðar. Okkur hefur tekist vel til á mörgum þeirra og ríkir mikil sátt um flestar friðlýsingarnar. Nýsamþykkt lög um nýtingu lands í opinberri eigu munu vonandi gera okkur kleift að bregðast fyrr og betur við á landi í eigu ríkisins. Við þurfum á þeim framtaksmætti að halda sem almenningur sýnir í þágu hálendisins. Það er ómælanlegt framlag sem bændur, nytjaréttarhafar, sveitarfélög, félagasamtök, atvinnulífið og almenningur leggur til við umhirðu og verndun hálendisins. Þann framtaksmátt má ekki kæfa með því að búa til bákn yfir hálendið. Orkuskipti og uppbygging græns iðnaðar í byggðum landsins eins og ylrækt, þörungarækt, gagnaver og fleira þurfa mikla orku. Hálendið er mikilvægur þáttur í þeirri orkuöflun. Þess skal getið að flestir nýir orkukostir eru í jaðri hálendisins og mun ný tækni og breyttir tímar draga verulega úr raski á landi við orkuöflun. Fólkið sem hefur verið að nýta og njóta hálendisins hefur gert okkur öll að náttúruverndarsinnum, það hefur hugsað vel um hálendið og varðveitt það vel. Bændur í krafti eignarréttarins hafa lagt ómælda vinnu í að græða upp hálendið og búa þar yfir mikilli þekkingu sem nýtist víðar. Atvinnulífið hefur byggt upp nauðsynlega innviði og gert hálendið aðgengilegt og útvistarfólk hefur tengt hálendið við hjörtu fólksins í landinu. Við þurfum ekki þjóðgarð sem hindrar alda langa reynslu okkar af því að nýta og njóta hálendisins. Sjálfstæðisflokkurinn mun standa vörð um að það skipulag sem tryggir ofangreinda þætti og skapar hálendinu verðskuldaðan sess í landi tækifæranna. Höfundur er alþingismaður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun