Nei! Þú þarft ekki barnabætur Lúðvík Júlíusson skrifar 15. september 2021 12:31 Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Lágar tekjur og hætta á fátækt breytir þar engu um. Í upphafi voru markmið barnabóta háleit en vegna breytinga á samfélaginu og fjölskyldumynstrum þá ná þær ekki lengur markmiðum sínum. Í lögunum sjálfum stendur meira að segja að ekki eigi að líta til þess hver greiðir framfærslu vegna barnsins. Það er því bæði blekkjandi og rangt að tala um framfærendur, barnafjölskyldur og barnafólk í tengslum við barnabætur. Alþingismenn og Alþingiskonur hafa ekki náð að fylgja breytingum á samfélaginu og lögin eru orðin áratugagömul og löngu úrelt. Fátækt þriggja barna foreldri fær engar barnabætur Tökum dæmi um foreldri sem á 3 börn. Börnin eru táningar og þurfa hvert sitt herbergi, þau stunda tómstundir, eiga sér áhugamál, þurfa að borða, klæðast fötum sem henta, fara út með vinum sínum, þau slasast og þau veikjast. Börnin eru bara eins og börn eru venjulega. Foreldrið er með 350.000 kr. í mánaðarlaun. Stjórnmálamenn, og meirihluti almennings, telja okkur trú um að þetta foreldri þurfi ekki aðstoð, barnabætur, og að börnin séu í engri hættu á að lifa í fátækt. Snilldin sem bjargar börnunum frá fátækt er að þetta foreldri er umgengisforeldri(í þessu dæmi viku-viku umgengni og einnig með sameiginlega forsjá). Foreldrið hefur ekki lögheimili barna sinna vegna þess að þegar foreldrar skilja þá verða foreldrarnir að ákveða hjá hvoru börnin hafa lögheimili. En skyldur foreldrisins hverfa ekki, það þarf enn að sjá um börnin. Þau koma ekki í pössun í viku til að hvíla hitt foreldrið heldur til að lifa, vaxa og dafna eins og önnur börn. Mikill framfærslukostnaður skiptir ekki máli Ef við förum aðeins lengra með þetta dæmi þá getum við bætt því við að eitt barnanna er með miklar raskanir og þarf mikla umönnun sem reynir mjög á foreldrana sem þurfa oft að bregða sér frá vinnu til að sinna barninu. Staðan breytist ekkert fyrir foreldrið. Það fær engar umönnunarbætur, ekkert umönnunarkort og engan stuðning frá ríki eða sveitarfélagi. Það fær ekki einu sinni aðild að máli barnsins hjá sveitarfélaginu, TR eða annars staðar. Barnið er ekki þess ef það bjátar eitthvað á og stuðningurinn sem barnið getur vænst frá umgengisforeldri sínu er minni en almennt þætti eðlilegt. Á Íslandi í dag, að mati þingmanna, eru börn og foreldrar ekki í neinni hættu á að lifa í fátækt þó mánaðarlegar tekjur séu 350.000 og umönnun barna sé kostnaðarsöm. Telur þú að það sé raunhæft og eigum við að treysta stjórnmálafólki sem reynir að telja okkur trú um að þetta sé í lagi? „Nei! Þú þarft ekki barnabætur” Ríkið og flestir stjórnmálaflokkar sem bjóða fram segja allir í kór við foreldrið “Nei! Þú þarft ekki barnabætur. Þú reddar þér.” Hugsið ykkur svo tillögur um hækkun barnabóta á sama tíma og engar tillögur eða hugmyndir eru um að styðja við þau börn og þá foreldra sem fá ekkert og lifa í fátækt. Heilbrigt og eðlilegt samfélag myndi fyrst hugsa um þá sem verst standa í stað þess að greiða fólki í betri stöðu enn meira. „Nei, þú þarft ekki barnabætur. Barnabætur eru forréttindi og þú og börnin þín fá ekki að vera með.“ Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar