Allt sem þú heyrir er lygi. Sem þú borgar fyrir Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. september 2021 10:30 Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar