Rökræðum staðreyndir um skattkerfið en ekki afbakaðar staðhæfingar Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2021 08:31 Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun