Lágkúra Sjálfstæðisflokksins varðandi Evrópusambandið og aðild Íslands Jón Frímann Jónsson skrifar 19. september 2021 10:00 Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Utanríkismál Evrópusambandið Landbúnaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Bjarnarson, fyrrverandi ráðherra, núverandi vælukjói skrifar grein á vefsíðu sína þar sem hann sakar Evrópusambandið um að bjóða bændum „ölmusu“ í gegnum Sameiginlega Landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (The common agricultural policy). Þetta er auðvitað rangt hjá Birni, eins og annað sem hann lætur frá sér. Stefna Evrópusambandsins í landbúnaði er að öll aðildarríki Evrópusambandsins geti framleitt þau matvæli sem þau þurfa og geti síðan selt framleiðslu til annara ríkja eftir þörfum. Salan á landbúnaðarvörum til annara aðildarríkja Evrópusambandsins er tollfrjáls, þar sem Evrópusambandið er einnig tollabandalag. Það hefur verið helsta kvörtunarefni Bændasamtaka Íslands að þau geta ekki flutt út vörur tollfrjálst til Evrópusambandsins og þurfa að sæta kvótum á útflutning til Íslands. Þetta myndi hverfa við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu. Hvernig greiðslum yrði háttað til íslenskra bænda færi eftir aðildarsamningi Íslands við Evrópusambandið. Íslensk landsbúnaðarstefna er ennfremur ekki til. Þetta er samtíningur af hugmyndum um landbúnað á Íslandi og hefur reynst íslenskum bændum einstaklega illa í gegnum árin og haldið þeim í láglaunastörfum, jafnvel fátækt í marga áratugi. Það er ekki neinna breytinga að sjá í þessum málaflokki næstu árin á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn stjórnar þessum málaflokki á Íslandi. Björn nefnir Vinstr-Græna (VG) í sinni grein. Ástæða þess að aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins gengu svona illa á sínum tíma voru endalaus skemmdarverk VG í aðildarviðræðunum með því einfaldlega ekki að framkvæma þær skyldur sem af þeim var ætlast. Töfðu fyrir öllu ferlinu og stóðu jafnvel í stórfelldum skemmdarverkum á aðildarferlinu. Það bætti síðan ekki úr stöðu mála að Össur Skarphéðinsson hljóp til Kína og gerði þar fríverslunarsamning sem er ein verstu mistök íslenskrar utanríkisstefnu á 21 öldinni. Sjálfstæðisflokkurinn kýs að búa til þjóðfélag sem er háð þeim. Það gerir þeim fært um að komast upp með allan fjandann, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmálum. Innan Evrópusambandsins eru nefnilega staðlar og kröfur í stjórnmálum sem ætlast er til að farið sé eftir. Eitthvað sem Sjálfstæðismenn kunna illa við. Fiskvinnslufyrirtækin sem halda þeim uppi og áróðri þeirra í Morgunblaðinu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því starfa öll innan Evrópusambandsins og hafa gert í áratugi. Flest af þeim gera einnig upp í Evrum, frekar en íslenskum krónum. Síðan má nefna að án evrunnar eru íslendingar fastir í hávaxtastefnu, verðbólgu og sveiflum í gjaldeyrismálum sem margfalda kostnað íslendinga á öllu á hverju ári. Þetta vilja sjálfstæðismenn af því að þeir eru búnir að koma öllum sínum peningum fyrir í útlöndum. Annað hvort í Lúxemburg (aðildarríki að Evrópusambandinu) eða í öðrum handhægum skattaskjólum eins og þekkt er. Eina ölmusu stefan sem er rekin er sú stefna að íslendingar eigi að þiggja allt frá Sjálfstæðisflokknum og vera þakklátir fyrir það. Svona rétt á meðan Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur efnahag Íslands aftur vegna botnlausrar græðgi og skammsýni. Þetta er ekki ofbeldissamband sem á að fá að standa. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar