Biðlistar vinna gegn farsæld barna Þorsteinn Hjartarson skrifar 20. september 2021 10:01 Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun