Aðgerðaáætlun gegn fátækt barna! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. september 2021 11:01 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Félagsmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun