Eflum „ó“heilbrigðiskerfið! – x-heilsa Geir Gunnar Markússon skrifar 23. september 2021 14:00 Nú eru nokkrir dagar í alþingiskosningar og núverandi og verðandi alþingismenn flykkjast fram á sviðið og hver og einn virðist hafa lausnirnar sem þarf til að stýra þessu landi okkar. Eitt þykir mér eftirtektavert í málflutningi nær allra þeirra flokka sem tala um heilbrigðiskerfið en það eru gífuryrðin um að efla kerfið og standa vörð um það. Því þessi draumur um sterk heilbrigðiskerfi er dæmt til að mistakast. Hann er byggður á sandi og því heilbrigðiskerfið okkar byggist á f(j)ársjúku óheilbrigðiskerfi. Rifrildi um fjárveitinginu til heilbrigðiskerfisins hefur átt sér stað frá því að ég man eftir mér og mun líklega halda áfram um ókomna tíð, nema að hugarfars- og stefnubreyting verði í samfélaginu þegar kemur að forvörnum í heilsueflingu landsmanna. Stærstur hluti þeirra fjármuna sem settur er í þetta sjúka heilbrigðiskerfi fer í að meðhöndla lífsstílssjúkdóma en aðeins brotabrot í forvarnir alvöru heilsueflingu landsmanna. Þetta sjúka kerfi skilar sér eingöngu í síauknum kostnaði fyrir samfélagið. Því seinna í sjúkdómsferlinu sem inngrip verða því dýrara verður að eiga við sjúkdóminn. Sem dæmi má nefna að sífellt er að aukast örorka ungs fólks vegna geðrænna kvilla. Hvar er samfélagið sem eflir geðheilsu ungmenna okkar? Ein hugmynd væri að skella hreinlega í lás (nema í neyðartilvikum) á öllum heilbrigðisstofnunum og þá þyrfti fólk fyrst virkilega að sinna sinni heilsu því „neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Munum við hugsa betur um heilsuna ef við treystum ekki á heilbrigðiskerfið til að sjá um okkur þegar við erum búin að ganga á hana með óhollu mataræði, stressi, reykingum, hreyfingar- og svefnleysi? Þetta eru svolítið öfgafullar hugmyndir og eru sagðar í kaldhæðni en væru mögulega til þess fallnar að núllstilla þetta gallaða kerfi og byggja upp annað betra sem stuðlar að heilbrigði landsmanna en viðheldur ekki bara óheilbrigði þeirra. Ef við nennum getum haldið áfram að rífast um fjársvelti heilbrigðiskerfisins út í eilífðina. Því að stærri og flottari spítalar, fleiri sérfræðingur, fleiri aðgerðir, betri lækningartæki eða betri lyf munu bara auka útgjöldin í þetta veika kerfi sem sinnir að miklu leyti mjög veiku fólki en hugar lítið sem ekkert að minnka þörf fyrir sjúkrastofnanir, lyf og sérfræðinga. Það er löngu orðið tímabært að hætta að fæða þetta óheilbrigðiskerfi. Við höfum ekkert annað val en að hætta að skrifa skýrslur, stofna nefndir og vera með gífuryrði um hversu mikið við þurfum að fara að sinna heilsu landsmanna með forvörnum og fara í alvöru að setja pening í forvarnir hér á landi. Sem dæmi um vitlausa forgangsröðum með fjármagn er að alltof margir fá ófullnægjandi þjónustu á heilsusgæslum sem er álíka ónefni og heilbrigðiskerfi því alltof margar heilsugæslur hér á landi sinna ekki starfi sínu sem gæsluaðilar heilsu sinna skjólstæðinga. Fólk bíður í margar vikur eftir tíma hjá lækni sem hefur allof mikið á sinni könnu og svo takmarkað af af úrræðum, að alltof oft fara skjólstæðingar út frá honum með enn eina ávísun á t.d. verkjalyf, sykursýkislyf, svefnlyf eða geðlyf. Þessi lyf halda niðri sumum af einkennum lífsstílssjúkdómsins en gera lítið í að efla heilsu viðkomandi skjólstæðings.Á öllum heilsugæslum eiga að vera starfandi öflug teymi íþróttafræðinga, næringarfræðinga og sálfræðinga sem kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Svoleiðis heilsugæslukerfi tekur við veiku fólki og sendir það frá sér með verkfæri til efla heilsu sína heimavið til lífstíðar. Kannski vilja einhverjir taka upp 100% kapítalískt heilbrigðiskerfi þar sem þeir ríku fá mestu og bestu þjónustuna? En ég vona að sem fæstir séu þeirrar skoðunar. En þessi umræða um kostnaðinn við heilbrigðiskerfið mun hverfa af sjálfu sér þegar þjóðfélagið er byggist á því að efla heilsu landsmanna en ekki bara lækna þá. Í því samhengi þá er heilsan líklega dýrmætasta eign fátæka mannsins því það er dýrt að vera veikur og sérstaklega á Íslandi. Því er mikilvægt að kenna fólki að heilsan sé í raun þeirra dýrmætasta eign, en alltof margir átta sig fyrst á því þegar heilsuleysið bankar upp á. Þetta fársjúka óheilbrigðiskerfi verður ekki læknað á einu kjörtímabili og það verða allir alþingismenn og landsmenn að skilja. Það mun taka áratugi að snúa við þessari óheillaþróun. En við höfum einfaldlega ekki kost á öðru en að setja meiri pening í alvöru forvarnir í heilsueflingu. Ef við höldum áfram á sömu braut þá munum við verða gjaldþrota samfélag, bæði í fjárhagslegu og heilsufarslegu samhengi. Við Íslendingar höfum frábært tækifæri til að verða ein hraustasta þjóð í heimi og fyrirmynd annarra þjóða í heilsueflingu og forvörnum en til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að setja tóninn með því að beina fjármagninu í átt að heilsueflingu. En auðvitað er Alþingi ekki eitt í þessu því allt samfélagið mun þurfa að dansa með í þessum „heilsudansi“ og ekki síst hver og einn einasti Íslendingur. Þegar allt kemur til alls eru það jú við sjálf sem berum ábyrgð á eigin heilsu! Það þarf líka að koma á alvöru mæligildi „heilsuvaxtar“ þjóðarinnar eins og það er til mæligildi á hagvöxt, sem oftast er andstæða heilsuvaxtarins í þessu neyslusamfélagi okkar. En með alvöru heilsuvexti þjóðarinnar mun hagvöxtur á endanum líka taka við sér þó að það muni ekki gerast á einu kjörtímabili stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn framtíðarinnar geta mælt árangur sinn í heilbrigðimálum af því að útgjöld til málaflokksins lækki. X-heilsa alla ævi. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú eru nokkrir dagar í alþingiskosningar og núverandi og verðandi alþingismenn flykkjast fram á sviðið og hver og einn virðist hafa lausnirnar sem þarf til að stýra þessu landi okkar. Eitt þykir mér eftirtektavert í málflutningi nær allra þeirra flokka sem tala um heilbrigðiskerfið en það eru gífuryrðin um að efla kerfið og standa vörð um það. Því þessi draumur um sterk heilbrigðiskerfi er dæmt til að mistakast. Hann er byggður á sandi og því heilbrigðiskerfið okkar byggist á f(j)ársjúku óheilbrigðiskerfi. Rifrildi um fjárveitinginu til heilbrigðiskerfisins hefur átt sér stað frá því að ég man eftir mér og mun líklega halda áfram um ókomna tíð, nema að hugarfars- og stefnubreyting verði í samfélaginu þegar kemur að forvörnum í heilsueflingu landsmanna. Stærstur hluti þeirra fjármuna sem settur er í þetta sjúka heilbrigðiskerfi fer í að meðhöndla lífsstílssjúkdóma en aðeins brotabrot í forvarnir alvöru heilsueflingu landsmanna. Þetta sjúka kerfi skilar sér eingöngu í síauknum kostnaði fyrir samfélagið. Því seinna í sjúkdómsferlinu sem inngrip verða því dýrara verður að eiga við sjúkdóminn. Sem dæmi má nefna að sífellt er að aukast örorka ungs fólks vegna geðrænna kvilla. Hvar er samfélagið sem eflir geðheilsu ungmenna okkar? Ein hugmynd væri að skella hreinlega í lás (nema í neyðartilvikum) á öllum heilbrigðisstofnunum og þá þyrfti fólk fyrst virkilega að sinna sinni heilsu því „neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Munum við hugsa betur um heilsuna ef við treystum ekki á heilbrigðiskerfið til að sjá um okkur þegar við erum búin að ganga á hana með óhollu mataræði, stressi, reykingum, hreyfingar- og svefnleysi? Þetta eru svolítið öfgafullar hugmyndir og eru sagðar í kaldhæðni en væru mögulega til þess fallnar að núllstilla þetta gallaða kerfi og byggja upp annað betra sem stuðlar að heilbrigði landsmanna en viðheldur ekki bara óheilbrigði þeirra. Ef við nennum getum haldið áfram að rífast um fjársvelti heilbrigðiskerfisins út í eilífðina. Því að stærri og flottari spítalar, fleiri sérfræðingur, fleiri aðgerðir, betri lækningartæki eða betri lyf munu bara auka útgjöldin í þetta veika kerfi sem sinnir að miklu leyti mjög veiku fólki en hugar lítið sem ekkert að minnka þörf fyrir sjúkrastofnanir, lyf og sérfræðinga. Það er löngu orðið tímabært að hætta að fæða þetta óheilbrigðiskerfi. Við höfum ekkert annað val en að hætta að skrifa skýrslur, stofna nefndir og vera með gífuryrði um hversu mikið við þurfum að fara að sinna heilsu landsmanna með forvörnum og fara í alvöru að setja pening í forvarnir hér á landi. Sem dæmi um vitlausa forgangsröðum með fjármagn er að alltof margir fá ófullnægjandi þjónustu á heilsusgæslum sem er álíka ónefni og heilbrigðiskerfi því alltof margar heilsugæslur hér á landi sinna ekki starfi sínu sem gæsluaðilar heilsu sinna skjólstæðinga. Fólk bíður í margar vikur eftir tíma hjá lækni sem hefur allof mikið á sinni könnu og svo takmarkað af af úrræðum, að alltof oft fara skjólstæðingar út frá honum með enn eina ávísun á t.d. verkjalyf, sykursýkislyf, svefnlyf eða geðlyf. Þessi lyf halda niðri sumum af einkennum lífsstílssjúkdómsins en gera lítið í að efla heilsu viðkomandi skjólstæðings.Á öllum heilsugæslum eiga að vera starfandi öflug teymi íþróttafræðinga, næringarfræðinga og sálfræðinga sem kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Svoleiðis heilsugæslukerfi tekur við veiku fólki og sendir það frá sér með verkfæri til efla heilsu sína heimavið til lífstíðar. Kannski vilja einhverjir taka upp 100% kapítalískt heilbrigðiskerfi þar sem þeir ríku fá mestu og bestu þjónustuna? En ég vona að sem fæstir séu þeirrar skoðunar. En þessi umræða um kostnaðinn við heilbrigðiskerfið mun hverfa af sjálfu sér þegar þjóðfélagið er byggist á því að efla heilsu landsmanna en ekki bara lækna þá. Í því samhengi þá er heilsan líklega dýrmætasta eign fátæka mannsins því það er dýrt að vera veikur og sérstaklega á Íslandi. Því er mikilvægt að kenna fólki að heilsan sé í raun þeirra dýrmætasta eign, en alltof margir átta sig fyrst á því þegar heilsuleysið bankar upp á. Þetta fársjúka óheilbrigðiskerfi verður ekki læknað á einu kjörtímabili og það verða allir alþingismenn og landsmenn að skilja. Það mun taka áratugi að snúa við þessari óheillaþróun. En við höfum einfaldlega ekki kost á öðru en að setja meiri pening í alvöru forvarnir í heilsueflingu. Ef við höldum áfram á sömu braut þá munum við verða gjaldþrota samfélag, bæði í fjárhagslegu og heilsufarslegu samhengi. Við Íslendingar höfum frábært tækifæri til að verða ein hraustasta þjóð í heimi og fyrirmynd annarra þjóða í heilsueflingu og forvörnum en til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að setja tóninn með því að beina fjármagninu í átt að heilsueflingu. En auðvitað er Alþingi ekki eitt í þessu því allt samfélagið mun þurfa að dansa með í þessum „heilsudansi“ og ekki síst hver og einn einasti Íslendingur. Þegar allt kemur til alls eru það jú við sjálf sem berum ábyrgð á eigin heilsu! Það þarf líka að koma á alvöru mæligildi „heilsuvaxtar“ þjóðarinnar eins og það er til mæligildi á hagvöxt, sem oftast er andstæða heilsuvaxtarins í þessu neyslusamfélagi okkar. En með alvöru heilsuvexti þjóðarinnar mun hagvöxtur á endanum líka taka við sér þó að það muni ekki gerast á einu kjörtímabili stjórnmálamanna. Stjórnmálamenn framtíðarinnar geta mælt árangur sinn í heilbrigðimálum af því að útgjöld til málaflokksins lækki. X-heilsa alla ævi. Höfundur er næringarfræðingur.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar