Reykvískar samgöngur - allir of seinir, alltaf! Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 24. september 2021 13:31 Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég tafðist í umferðinni í dag, ég hefði mætt á réttum tíma ef umferðin hefði ekki verið stopp, ég þurfti að sækja barnið á leikskóla og strætó var orðinn allt of seinn, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að komast í vinnuna og skutla börnunum fyrst, veikindi í fjölskyldunni hafa gert það að verkum að við erum öll of sein. Ég veit ekki hve mörg svona samtöl ég hef heyrt undanfarið. Vissulega brenna heilbrigðis-, skóla- og öldrunarmál á borgarbúum en samgöngumálin eru þó þeirra gerðar að enginn skilur hvernig hægt var að skapa þennan hnút sem rænir dýrmætum tíma frá öllum. Segja má að á síðustu tíu árum hafi núverandi meirihluta í Reykjavík tekist að gera þetta að einu stærsta vandamáli höfuðborgarbúa, svo mjög að hvar sem maður kemur má skynja ráðaleysi hjá fólki. Fólk skilur ekki hvaða stefna býr að baki og áttar sig ekki á þeim lausnum sem eru í boði. Fyrir tveimur árum var gerður samgöngusáttmáli milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar. Sá sáttmáli var bundinn ýmsum skilyrðum sem borgin hefur ekki efnt. Þannig er ljóst að meirihlutinn í Reykjavík fer sínu fram óháð því samkomulagi sem gert er. Valdstefna borgarstjórnarmeirihlutans Stefna borgarinnar er að breyta samgönguháttum borgarbúa með valdi, þannig er markvisst þrengt að einkabílnum um alla borg og hafa engar framkvæmdir sem geta liðkað fyrir umferð verið í á annan áratug. Þetta þýðir að tafartími þeirra sem ferðast um borgin lengist stöðugt og samsvarandi óþægindi eins og við sem erum núna að tala við kjósendur verðum var við. Það gerir enginn athugasemd við að styðja og efla fjölbreyttari samgöngur en valdbeiting borgarinnar er ómanneskjuleg framkvæmd sem kemur verulega niður á lífsgæðum fólks. Til að bæta gráu ofan á svart þá er unnið að „stóru lausninni“, borgarlínunni. Framkvæmd sem reynslan segir okkur að mun kosta óheyrilega fjármuni og tæpast leysa nein vandamál sem öflugt strætisvagnakerfi getur ekki leyst. Það er orðið tímabært að borgaryfirvöld átti sig á því að þau eru á rangri leið eins við í Miðflokknum höfum bent á frá upphafi. Ef íbúar Reykjavíkur eiga að geta treyst á að skynsamar lausnir verði hafðar að leiðarljósi í Reykjavík mun atkvæði til Miðflokksins nýtast best. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar