Umfjöllun: ÍBV - Afturelding 35-20 | Sannfærandi stórsigur Eyjakvenna Einar Kárason skrifar 24. september 2021 19:15 Lina Cardell skoraði 10 mörk fyrir ÍBV. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 15 marka sigur á Aftureldingu er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 35-20. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því var þetta fyrsti sigur ÍBV á tímabilinu. Eyjastúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins og Mosfellingar jöfnuðu í næstu sókn. Fyrir utan upphafsflaut var þetta eina skiptið í leiknum þar sem leikar stóðu jafnir. ÍBV tóku leikinn yfir og skoruðu níu mörk en fengu einungis á sig tvö. Eftir þann kafla var í raun aldrei spurning hvar stigin tvö myndu enda. Gestunum til hróss voru þær ekki á því máli að leggjast niður og leyfa Eyjaliðinu að rúlla yfir sig en þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum var staðan 11-6. Við tók þá annar kafli í eigu ÍBV og náðu þær að auka forskot sitt svo um munaði það sem eftir lifði hálfleiks og þegar hálfleiksbjallan glumdi var staðan 21-11. Afturelding skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en saga fyrri hálfleiks endurtók sig og voru yfirburðir ÍBV miklir. Eftir stórt tap gegn Val í fyrstu umferð er ljóst að Mosfellingar eiga verðugt verkefni fyrir höndum sér og bæta ýmislegt í sínum leik. Eyjastúlkur héldu áfram að auka forskot sitt hægt og rólega og gátu leyft sér að nýta hópinn vel en allir leikmenn á bekknum fengu mínútur til að sýna sig. Þegar bjallan lét í sér heyra í síðasta skiptið var staðan 35-20 og fyrsti sigur ÍBV leit dagsins ljós eftir naumt tap í fyrstu umferð. Af hverju vann ÍBV? ÍBV hafa einfaldlega sterkari og breiðari hóp en gestirnir. Stórir, reynslumiklir leikmenn í bland við unga og efnilega gáfu lítið eftir og áttu Mosfellingar fá svör. Hverjir stóðu upp úr? Harpa Valey Gylfadóttir og Lina Cardell fóru mikinn í sóknarleik ÍBV í dag. Harpa skoraði 11 mörk en Lina 10. Í liði gestanna var Ólöf Marín Hlynsdóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa. Þrátt fyrir að þær hafi varla séð til sólar hér í dag voru óþarfa mistök ekki að gera þeim neina greiða. Tapaðir boltar trekk í trekk ásamt ótímabærum skotum úr erfiðum stöðum gera það að verkum að mörkin verða aldrei eins mörg og þau gætu orðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur í deild hjá ÍBV, eins og staðan er, er heima gegn Stjörnunni þann 30. október. Afturelding eiga einnig næsta leik gegn Garðbæingum á laugardaginn næstkomandi, 16. október. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Afturelding Íslenski handboltinn Handbolti
ÍBV vann 15 marka sigur á Aftureldingu er liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 35-20. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því var þetta fyrsti sigur ÍBV á tímabilinu. Eyjastúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins og Mosfellingar jöfnuðu í næstu sókn. Fyrir utan upphafsflaut var þetta eina skiptið í leiknum þar sem leikar stóðu jafnir. ÍBV tóku leikinn yfir og skoruðu níu mörk en fengu einungis á sig tvö. Eftir þann kafla var í raun aldrei spurning hvar stigin tvö myndu enda. Gestunum til hróss voru þær ekki á því máli að leggjast niður og leyfa Eyjaliðinu að rúlla yfir sig en þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum var staðan 11-6. Við tók þá annar kafli í eigu ÍBV og náðu þær að auka forskot sitt svo um munaði það sem eftir lifði hálfleiks og þegar hálfleiksbjallan glumdi var staðan 21-11. Afturelding skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en saga fyrri hálfleiks endurtók sig og voru yfirburðir ÍBV miklir. Eftir stórt tap gegn Val í fyrstu umferð er ljóst að Mosfellingar eiga verðugt verkefni fyrir höndum sér og bæta ýmislegt í sínum leik. Eyjastúlkur héldu áfram að auka forskot sitt hægt og rólega og gátu leyft sér að nýta hópinn vel en allir leikmenn á bekknum fengu mínútur til að sýna sig. Þegar bjallan lét í sér heyra í síðasta skiptið var staðan 35-20 og fyrsti sigur ÍBV leit dagsins ljós eftir naumt tap í fyrstu umferð. Af hverju vann ÍBV? ÍBV hafa einfaldlega sterkari og breiðari hóp en gestirnir. Stórir, reynslumiklir leikmenn í bland við unga og efnilega gáfu lítið eftir og áttu Mosfellingar fá svör. Hverjir stóðu upp úr? Harpa Valey Gylfadóttir og Lina Cardell fóru mikinn í sóknarleik ÍBV í dag. Harpa skoraði 11 mörk en Lina 10. Í liði gestanna var Ólöf Marín Hlynsdóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hvað gekk illa? Gestunum gekk illa. Þrátt fyrir að þær hafi varla séð til sólar hér í dag voru óþarfa mistök ekki að gera þeim neina greiða. Tapaðir boltar trekk í trekk ásamt ótímabærum skotum úr erfiðum stöðum gera það að verkum að mörkin verða aldrei eins mörg og þau gætu orðið. Hvað gerist næst? Næsti leikur í deild hjá ÍBV, eins og staðan er, er heima gegn Stjörnunni þann 30. október. Afturelding eiga einnig næsta leik gegn Garðbæingum á laugardaginn næstkomandi, 16. október. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti