Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2021 11:01 Flogið í átt að Keili í beinni útsendingu Stöðvar 2 þann 3. mars síðastliðinn. Arnar Halldórsson Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Þetta er sama svæðið og jarðvísindamenn töldu líklegast að myndi gjósa miðvikudaginn 3. mars, fyrir sjö mánuðum. Þann dag héldu Almannavarnir upplýsingafund vegna óróapúls sem fram kom á jarðskjálftamælum og hófst um klukkan 14.20. Óróinn benti til þess að kvika væri á leið til yfirborðs og var talið að eldgos væri við það að brjótast út. Þetta kort birtist í fréttum Stöðvar 2 þann 3. mars þegar óróapúls benti til að kvika væri á leið til yfirborðs á svæðinu milli Litla-Hrúts og Keilis. Þetta er sama svæði og nú skelfur.Grafík/Stöð 2. Fréttamenn Stöðvar 2 flugu þá yfir svæðið og sendu út frá flugferðinni í beinni útsendingu. Útsendingin var söguleg því þetta var í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sem sent var beint úr þyrlu hérlendis í fréttatíma frá íslenskum fréttaviðburði. Það var Jón Kjartan Björnsson, þyrluflugstjóri hjá Norðurflugi, sem flaug þyrlunni en Arnar Halldórsson kvikmyndaði. Í útsendingunni mátti vel sjá landslagið á líklegu upptakasvæði eldgoss suðvestur af Keili og sprungur sem liggja um svæðið. Ennfremur kom fram að þar eru engin mannvirki. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr þyrlunni: Eldgosið lét þó enn bíða eftir sér í sextán daga. Jarðeldurinn braut sér loks leið upp á yfirborð laugardagskvöldið 19. mars í Geldingadölum í austanverðu Fagradalsfjalli. Jarðvísindamenn höfðu í millitíðinni getað fylgst með því hvernig kvikugangurinn færðist eftir sprungu milli Keilis og Nátthaga í stefnu norðaustur-suðvestur. Í myndveri Stöðvar 2 rétt fyrir fréttaútsendinguna. Telma Tómasson fréttaþulur og Þórir Guðmundsson, þáverandi fréttastjóri, komin í beint samband við þyrluna yfir Keilissvæðinu.Sigurjón Ólason Umbrotunum fylgdi öflug jarðskjálftahrina sem hófst 24. febrúar og stóð í þrjár vikur. Tugir skjálfta mældust yfir fjögur stig. Sá stærsti mældist 5,7 stig með upptök 3,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili. Skjálftunum linnti loks þegar eldgosið hófst. Fyrir útsendinguna sendi Vísir einnig beint úr þyrlunni þegar flogið var í átt að Keili: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis kvöldið sem eldgosið hófst: Hér má sjá aukafréttatíma Stöðvar 2 og Vísis morguninn eftir að gosið hófst:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40 Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Þetta sá Kristján Már úr þyrlunni skammt frá Keili „Við erum svolítið smeykir,“ sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður þegar hann lýsti því sem fyrir augu bar í beinni útsendingu úr þyrlu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Kristján Már var staddur ásamt Arnari Halldórssyni tökumanni auk þyrluflugmanns skammt frá Keili á Reykjanesi, þar sem líklegt þykir að mögulegt eldgos komi til með að eiga upptök sín, ef til þess kemur. 3. mars 2021 20:40
Kristján Már flaug yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31