Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 12:13 Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi. aðsend Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu. Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu.
Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44