Skotsvæðið Álfsnesi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 20:30 Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skotíþróttir Sjálfstæðisflokkurinn Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun