Bronsið í stærstu vaxtarræktarleikum heims er bara byrjunin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 21:15 Gummi Emil æfði tvisvar á dag, sex daga vikunnar fyrir mótið. vísir/arnar Íslendingur sem vann til bronsverðlauna í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims er gríðarlega sáttur með árangurinn. Hann stefnir að sjálfsögðu að gullinu á næsta ári. Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök. Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Átján létust í troðningi Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira
Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök.
Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Átján létust í troðningi Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins Sjá meira