„Held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 19:31 Landeigendur á Álfsnesi eru ósáttir við að borgaryfirvöld ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi. Vísir/Egill Íbúar í Kollafirði segja það sæta furðu hve hart borgaryfirvöld gangi fram við að halda starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi gangandi. Hljóðmengunin þar sé grafalvarleg og engum bjóðandi. Íbúar ætla að koma saman vegna málsins í dag. Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann. Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann.
Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira