Tækifærin eru í Fjarðabyggð: Uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði Jón Björn Hákonarson skrifar 8. október 2021 15:01 Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Orkumál Jón Björn Hákonarson Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun