Innlent

Kallað út vegna reyks í íbúð: Heimilis­kötturinn liggur undir grun

Atli Ísleifsson skrifar
Heimiliskötturinn er talinn hafa kveikt á eldavélinni. Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Heimiliskötturinn er talinn hafa kveikt á eldavélinni. Kötturinn á myndinni tengist fréttinni ekki beint. Getty

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils reyks í íbúð í austurborg Reykjavíkur í nótt. Kviknað hafði í einhverju sem hafði verið lagt á eldavél sem heimiliskötturinn er grunaður um að hafa kveikt á.

Frá þessu segir í Facebook-færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að ung hjón hafi hringt á slökkvilið og óskað eftir aðstoð við reyklosun.

„Þetta kennir okkur að leggja aldrei neitt ofan á eldavélina,“ segir í færslu slökkviliðs.

Fram kemur að slökkvilið hafi farið í 101 sjúkraflutning á síðasta sólarhring, jafn marga og sólarhringinn þar á undan. Þar af hafi verið 24 forgangsverkefni og átta vegna Covid-19.

„Dælubílar voru kallaðir út þrisvar sinnum, Farið var í umferðarslys við Esjuberg (Flatus lifir) ekki reyndist þörf á aðstoð slökkviliðs þar sem slysið reyndist minniháttar,“ segir í færslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×