Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 21:15 Stjarnan vann góðan sigu rí kvöld. Vísir/Elín Björg Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina fyrsta stundarfjórðung leiksins. Stjörnumenn komu ekki boltanum í markið í 7 mínútur. Staðan 8-4 fyrir Haukum. Eftir þennan gríðarlega sterka kafla hjá Haukum var eins og slökkt á þeim. Sóknarleikurinn var ragur og næstu 10 mínúturnar jöfnuðu Stjörnumenn hægt og örugglega leikinn. Hálfleikstölur 13-13. Stjörnumenn mættu vel stemmdir í seinni hálfleikinn og skoruðu til að mynda fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins. Við tók kafli þar sem jafnræði var með liðunum. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik brýtur Jón Ásgeir Eyjólfsson, leikmaður Stjörnunar á Ólafi Ægi, leikmanni Hauka. Dómararnir fóru í VAR-skjána og niðurstaðan beint rautt spjald. Þetta kom ekki niður á leik Stjörnumanna sem komu sér í þriggja marka forystu þegar að 5 mínútur voru eftir af leiknum og unnu svo leikinn með tveimur mörkum, 30-28. Af hverju vann Stjarnan? Eftir erfiðar fyrstu mínútur rifu þeir sig í gang og spiluðu góðan bolta í 45 mínútur. Patrekur stappar í þá stálinu í hálfleik og þeir skora til að mynda 17 mörk í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn varð betri sem og varnarleikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Adam Haukur Baumruk sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Darri Aronsson var með 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var góður í marki Hauka með 12 bolta varða, 34 prósent markvörslu. Hjá Stjörnunni var það Hafþór Már Vignisson sem var atkvæðamestur með 9 mörk. Björgvin Hólmgeirsson kom þar á eftir með 8 mörk. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun Hauka hrundi sóknarleikurinn þeirra hreinlega. Þeir urðu ragir og voru ekki alveg að finna sig. Hvað gerist næst? Haukar fara út um helgina og spila í Evrópukeppninni. Stjarnar fær KA í heimsókn 4. umferð sunnudaginn 17. október. Ég er mjög svekktur að tapa þessu leik Aron Kristjánsson var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir tveggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28. „Mér líður ekki vel. Ég er mjög svekktur að tapa þessu leik. Mér fannst vera fínn kraftur í þessu í fyrri hálfleik, við náum betra forskoti í fyrra hálfleik. Við endum á því að leiða og svo lendum við undir og jafntefli fyrir hálfleikinn. Þeir eru að ná mörgum fráköstum á okkur í fyrri hálfleik sem ég var ekki nógu ánægður með. Svo í seinni hálfleik þá erum við að klúðra mikið af mjög góðum marktækifærum. Stjarnan eru þolinmóðir og mjög klókir. Þeir spiluðu lengi allar sóknir og við vorum að spila góða vörn en það vantaði þetta síðasta upp á að vinna boltann.“ Haukar voru komnir í kjörstöðu en misstu svo leikinn algjörlega úr höndum sér. „Á þeim tíma finnst mér þeir vera að skora eftir fráköst, þeir ná mikið af fráköstum. Við erum að misnota góð marktækifæri og þá koma þeir inn í leikinn. Þeir eru agaðir allan leikinn og klókir. Í seinni hálfleik erum við að gera okkur seka um mistök þar sem við erum að fara með góð marktækifæri en þeir hinsvegar að ná að skora.“ Haukar halda út í Evrópukeppnina um helgina og vill Aron sjá þetta gerast fyrir það: „Við þurfum að spila betur. Standa þéttar lengur í vörninni og halda betri hraða. Það er allt annar mótherji. Við erum að fara út í 6 daga ferð. Fyrir okkur snýst þetta að ná saman vopnum og komast áfram í Evrópukeppninni.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Stjarnan Handbolti Íslenski handboltinn
Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og voru með yfirhöndina fyrsta stundarfjórðung leiksins. Stjörnumenn komu ekki boltanum í markið í 7 mínútur. Staðan 8-4 fyrir Haukum. Eftir þennan gríðarlega sterka kafla hjá Haukum var eins og slökkt á þeim. Sóknarleikurinn var ragur og næstu 10 mínúturnar jöfnuðu Stjörnumenn hægt og örugglega leikinn. Hálfleikstölur 13-13. Stjörnumenn mættu vel stemmdir í seinni hálfleikinn og skoruðu til að mynda fyrstu tvö mörk seinni hálfleiksins. Við tók kafli þar sem jafnræði var með liðunum. Þegar tæplega 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik brýtur Jón Ásgeir Eyjólfsson, leikmaður Stjörnunar á Ólafi Ægi, leikmanni Hauka. Dómararnir fóru í VAR-skjána og niðurstaðan beint rautt spjald. Þetta kom ekki niður á leik Stjörnumanna sem komu sér í þriggja marka forystu þegar að 5 mínútur voru eftir af leiknum og unnu svo leikinn með tveimur mörkum, 30-28. Af hverju vann Stjarnan? Eftir erfiðar fyrstu mínútur rifu þeir sig í gang og spiluðu góðan bolta í 45 mínútur. Patrekur stappar í þá stálinu í hálfleik og þeir skora til að mynda 17 mörk í seinni hálfleik. Sóknarleikurinn varð betri sem og varnarleikurinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Haukum var það Adam Haukur Baumruk sem var atkvæðamestur með 6 mörk. Darri Aronsson var með 5 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson var góður í marki Hauka með 12 bolta varða, 34 prósent markvörslu. Hjá Stjörnunni var það Hafþór Már Vignisson sem var atkvæðamestur með 9 mörk. Björgvin Hólmgeirsson kom þar á eftir með 8 mörk. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun Hauka hrundi sóknarleikurinn þeirra hreinlega. Þeir urðu ragir og voru ekki alveg að finna sig. Hvað gerist næst? Haukar fara út um helgina og spila í Evrópukeppninni. Stjarnar fær KA í heimsókn 4. umferð sunnudaginn 17. október. Ég er mjög svekktur að tapa þessu leik Aron Kristjánsson var ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir tveggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28. „Mér líður ekki vel. Ég er mjög svekktur að tapa þessu leik. Mér fannst vera fínn kraftur í þessu í fyrri hálfleik, við náum betra forskoti í fyrra hálfleik. Við endum á því að leiða og svo lendum við undir og jafntefli fyrir hálfleikinn. Þeir eru að ná mörgum fráköstum á okkur í fyrri hálfleik sem ég var ekki nógu ánægður með. Svo í seinni hálfleik þá erum við að klúðra mikið af mjög góðum marktækifærum. Stjarnan eru þolinmóðir og mjög klókir. Þeir spiluðu lengi allar sóknir og við vorum að spila góða vörn en það vantaði þetta síðasta upp á að vinna boltann.“ Haukar voru komnir í kjörstöðu en misstu svo leikinn algjörlega úr höndum sér. „Á þeim tíma finnst mér þeir vera að skora eftir fráköst, þeir ná mikið af fráköstum. Við erum að misnota góð marktækifæri og þá koma þeir inn í leikinn. Þeir eru agaðir allan leikinn og klókir. Í seinni hálfleik erum við að gera okkur seka um mistök þar sem við erum að fara með góð marktækifæri en þeir hinsvegar að ná að skora.“ Haukar halda út í Evrópukeppnina um helgina og vill Aron sjá þetta gerast fyrir það: „Við þurfum að spila betur. Standa þéttar lengur í vörninni og halda betri hraða. Það er allt annar mótherji. Við erum að fara út í 6 daga ferð. Fyrir okkur snýst þetta að ná saman vopnum og komast áfram í Evrópukeppninni.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti