Truflandi að heyra öskur fluglínugesta á meðan ættingjar syrgja ástvini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 21:30 Sara Oskarsson telur fluglínuna of nálægt duftgarðinum í Fossvogi. vísir Kona sem fer reglulega að duftgarðinum í Fossvogi segir truflandi að heyra í öskrandi gestum fluglínunnar í Perlunni á meðan ættingjar syrgja ástvini sína. Hún telur staðsetningu línunnar óheppilega. Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira
Sara Oskarsson kemur reglulega við í duftgarðinum í Fossvogi til þess að eiga kyrrðarstund hjá leiði móður sinnar. Hún segir öskur og mikinn hávaða liggja frá fluglínunni sem sé óþægilegt á stundum sem þessum. Truflandi á svo persónulegum stað „Þetta er truflandi. Þetta er griðastaður fyrir syrgjendur. Fyrir ættingja og náttúrulega hvíldarstaður fyrir þann ástvin sem maður hefur misst,“ sagði Sara Oskarsson, listamaður. Hún segir fluglínu skemmtilegt framtak en að það eigi ekki saman við griðarstað syrgjenda. „Maður upplifir ákveðna óvirðingu við staðinn að, þetta sé í þessari nánd.“ Kirkjugarðar séu persónulegir og viðkvæmir staðir. Sara lýsir því þegar fjölskyldan pantaði á dögunum nýjan legstein fyrir leiði móðurinnar. „Og ég fann fyrir smá kvíða yfir tilhugsuninni um að það væri kannski steggjun eða gæsun í gangi í Zipline á meðan við vorum að reyna að eiga mjög persónulega stund.“ Í myndbandinu sést fjarlægðin á milli duftgarðsins og fluglínunnar. Þeir sem fréttamaður ræddi við segja að hljóðbært sé á svæðinu, sérstaklega í logni. Magnús Lyngdal vakti fyrstur athygli á málinu í þessari færslu á Facebook og fagnar Sara samtali og umræðu um málið. Hún tekur fram að óhjákvæmilega séu umhverfishljóð á svæðinu. Leiksvæði fyrir börn sé skammt frá kirkjugarðinum og stöðug umferðarhljóð. „Einhvern vegin er það allt annar hlutur miðað við þetta. Þetta er svolítið viðlíka því að setja tívolí hér við hliðina á. Það bara passar ekki.“ Hún vonast til þess að gerðar verði ráðstafanir svo að fluglínan verði ekki til frambúðar á svæðinu. „Ég er mjög bjartsýn á að þessu verði sýndur fullur skilningur á þessu hjá borginni og þeim aðilum sem koma að rekstri Zipline.“ Í lögum um kirkjugarða kemur fram í 3. mgr. 6. gr. að ekki megi reisa mannvirki, starfrækja stofnanir eða reka fyrirtæki, sem frá stafar hávaði eða ys, í nánd við kirkjugarða.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Sjá meira