Að deyja ráðalaus Birgir Birgisson skrifar 16. október 2021 10:31 Stundum er sagt um þá sem leysa erfiðar áskoranir að þeir deyji ekki ráðalausir. Enda hljóta það að vera ömurleg örlög. Að sitja frammi fyrir áskorun en geta engan veginn leyst hana og deyja svo að lokum algerlega án þess að hafa neina hugmynd um hver lausnin gæti verið. Umferð í mesta þéttbýlinu virðist stundum óyfirstíganleg áskorun, sérstaklega á álagstímum. Þessar fáu klukkustundir í hverri viku þar sem allar helstu stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins minna á hægfara færiband í bílaverksmiðju frekar en skipulagðar umferðaræðar, geta vissulega tekið á taugar flestra bílstjóra. Þá er óneitanlega gott að geta í staðinn valið að renna á reiðhjóli framhjá röðunum með bros á vör og vindinn í hárið. Það fólk sem hefur enn ekki prófað að nýta reiðhjól sem daglegan ferðamáta, trúir því tæpast hversu þægilegt það er. En þrátt fyrir það sem flestir halda eru það ekki slæm veður eða brattar brekkur sem halda flestum frá því að nýta reiðhjólið til daglegra ferða. Algengasta orsök þess að fólk hafnar reiðhjóli sem daglegum ferðamáta er sú hætta sem hjólreiðafólki stafar af vélknúnum ökutækjum. Alltof oft sjást fréttir um bílstjóra sem ekki taka ábyrgð sína nægilega alvarlega og aka á óvarða vegfarendur, þar með talið hjólreiðafólk. Og af því alvarleg slys eða dauðaslys eru sem betur fer frekar fátíð, er allt of lítið gert til að auka öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. Það er engu líkara en fyrst þurfi svolítið fleiri að slasast alvarlega, svo það verði hægt að sjá það í tölfræðinni að það veldur fólki rauverulegu líkamstjóni að fá 10 tonn af bíl beint í bakið. Ýmislegt er hægt að gera til að breyta þessu. Nýlega samþykkt hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gott skref í rétt átt, en það þarf miklu meira til. Það þarf að gera bílstjóra ábyrga fyrir akstrinum, t.d. þegar þeir hunsa regluna um 1,5 metra lágmarksbil við framúrakstur en líka þegar ekið er óvarlega um hringtorg og gatnamót. Fólk þarf almennt að læra að það er ekki nóg að “passa sig á hinumbílunum”, heldur ætti miklu frekar að gá að annarri umferð. Hljóðlausir rafbílar sem aka alltof nálægt hjólreiðafólki eru ekki hættulausir. Það er ekkert minna skaðlegt að verða undir rafmagnsbíl en dísilskrímsli. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir fræðinga framtíðarinnar að greina hver skýringin er á aðgerðaleysinu. Að komast að því hvers vegna svo lítið er gert til að gæta að öryggi hjólreiðafólks í almennri umferð. Vissulega mun áðurnefnd hjólreiðaáætlun örugglega fjölga hjólandi fólki að einhverju marki. En áætlanir um betri framtíð breyta því ekki að nú þegar er fjöldi fólks í mikilli hættu í umferðinni á hverjum degi. Og það er hægt að bregðast við því strax, ef bara viljinn er fyrir hendi. Oftast snúast þessi “næstum-því-slys” um fáfræði ökumanna þegar kemur að því hvernig beri að haga akstri nærri hjólreiðafólki. Sem er ekki nema eðlilegt, í ljósi þess hve lítið er í raun gert af því að fræða ökumenn almennt. Það ætti til dæmis að vera öllum ökumönnum augljóst að framúrakstur með minna en 1,5 metra millbil milli bíls og hjóls er ekki bara brot á 23 gr. umferðarlaga heldur setur það hjólreiðafólk í stórhættu. Það er nefnilega til góð og gild ástæða fyrir þessari kröfu um lágmarksbil við framúrakstur, jafnvel þó margir ökumenn eigi erfitt með að koma auga á hana. En það þarf að úskýra hana fyrir fleirum, helst áður en fleira fólk slasast alvarlega. Annað atriði sem stofnar hjólreiðafólki í hættu er þegar vélknúin ökutæki beygja til hægri, og þá sérstaklega á þar til gerðum beygjuakreinum. Á öðrum Norðurlöndum verða einmitt flest dauðaslys hjólreiðafólks við þessar aðstæður. Sú tilhneiging margra ökumanna að líta einungis til vinstri þegar beygt er til hægri, til að “passa sig á hinum bílunum” stofnar hjólreiðafólki í hættu sem nálgast gatnamótin frá hægri hlið ökumannsins. Það vill nefnilega oft gleymast við aksturinn að hjólreiðafólk má nýta gangstéttar og göngustíga til að komast leiðar sinnar. Það kæmi líklega flestum ökumönnum á óvart að lesa fyrri hluta áðurnefndrar 23. greinar umferðarlaga. Þar er nefnilega sérstaklega tekið fram að hjólreiðafólki og ökumönnum á léttum bifhjólum, er heimilt að taka framúr hægra megin við önnur ökutæki og á þessu er einungis 1 undantekning. Væri ekki gaman að komast að því hversu margir handhafar ökuskírteina þekkja þessa undantekningu? Og kannski athug aí leiðinni hversu margir muna eftir stefnuljósinu þegar beygt er til hægri? Það þarf ekki að hugsa lengi um þessi mál til að átta sig á því að ein af leiðunum til að draga úr bílaröðunum á álagstímum er að gera fleira fólki auðveldara fyrir að fara ferða sinna á reiðhjóli. Meiri, betri og öruggari innviðir fyir hjólandi umferð er ein leið að því marki, en það mun taka mörg ár og ennþá fleiri milljónir að koma þeim innviðum upp. Það blasir við flestum að áhrifaríkasta leiðin til að greiða úr umferðarflækjum er að fækka ökutækjum í umferðinni og minnka þau verulega. Fljótlegasta, ódýrasta og öruggasta leiðin að því marki er að auka öryggi hjólreiðafólks. Þetta er ekki flókið. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um þá sem leysa erfiðar áskoranir að þeir deyji ekki ráðalausir. Enda hljóta það að vera ömurleg örlög. Að sitja frammi fyrir áskorun en geta engan veginn leyst hana og deyja svo að lokum algerlega án þess að hafa neina hugmynd um hver lausnin gæti verið. Umferð í mesta þéttbýlinu virðist stundum óyfirstíganleg áskorun, sérstaklega á álagstímum. Þessar fáu klukkustundir í hverri viku þar sem allar helstu stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins minna á hægfara færiband í bílaverksmiðju frekar en skipulagðar umferðaræðar, geta vissulega tekið á taugar flestra bílstjóra. Þá er óneitanlega gott að geta í staðinn valið að renna á reiðhjóli framhjá röðunum með bros á vör og vindinn í hárið. Það fólk sem hefur enn ekki prófað að nýta reiðhjól sem daglegan ferðamáta, trúir því tæpast hversu þægilegt það er. En þrátt fyrir það sem flestir halda eru það ekki slæm veður eða brattar brekkur sem halda flestum frá því að nýta reiðhjólið til daglegra ferða. Algengasta orsök þess að fólk hafnar reiðhjóli sem daglegum ferðamáta er sú hætta sem hjólreiðafólki stafar af vélknúnum ökutækjum. Alltof oft sjást fréttir um bílstjóra sem ekki taka ábyrgð sína nægilega alvarlega og aka á óvarða vegfarendur, þar með talið hjólreiðafólk. Og af því alvarleg slys eða dauðaslys eru sem betur fer frekar fátíð, er allt of lítið gert til að auka öryggi hjólreiðafólks í umferðinni. Það er engu líkara en fyrst þurfi svolítið fleiri að slasast alvarlega, svo það verði hægt að sjá það í tölfræðinni að það veldur fólki rauverulegu líkamstjóni að fá 10 tonn af bíl beint í bakið. Ýmislegt er hægt að gera til að breyta þessu. Nýlega samþykkt hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gott skref í rétt átt, en það þarf miklu meira til. Það þarf að gera bílstjóra ábyrga fyrir akstrinum, t.d. þegar þeir hunsa regluna um 1,5 metra lágmarksbil við framúrakstur en líka þegar ekið er óvarlega um hringtorg og gatnamót. Fólk þarf almennt að læra að það er ekki nóg að “passa sig á hinumbílunum”, heldur ætti miklu frekar að gá að annarri umferð. Hljóðlausir rafbílar sem aka alltof nálægt hjólreiðafólki eru ekki hættulausir. Það er ekkert minna skaðlegt að verða undir rafmagnsbíl en dísilskrímsli. Það er verðugt rannsóknarefni fyrir fræðinga framtíðarinnar að greina hver skýringin er á aðgerðaleysinu. Að komast að því hvers vegna svo lítið er gert til að gæta að öryggi hjólreiðafólks í almennri umferð. Vissulega mun áðurnefnd hjólreiðaáætlun örugglega fjölga hjólandi fólki að einhverju marki. En áætlanir um betri framtíð breyta því ekki að nú þegar er fjöldi fólks í mikilli hættu í umferðinni á hverjum degi. Og það er hægt að bregðast við því strax, ef bara viljinn er fyrir hendi. Oftast snúast þessi “næstum-því-slys” um fáfræði ökumanna þegar kemur að því hvernig beri að haga akstri nærri hjólreiðafólki. Sem er ekki nema eðlilegt, í ljósi þess hve lítið er í raun gert af því að fræða ökumenn almennt. Það ætti til dæmis að vera öllum ökumönnum augljóst að framúrakstur með minna en 1,5 metra millbil milli bíls og hjóls er ekki bara brot á 23 gr. umferðarlaga heldur setur það hjólreiðafólk í stórhættu. Það er nefnilega til góð og gild ástæða fyrir þessari kröfu um lágmarksbil við framúrakstur, jafnvel þó margir ökumenn eigi erfitt með að koma auga á hana. En það þarf að úskýra hana fyrir fleirum, helst áður en fleira fólk slasast alvarlega. Annað atriði sem stofnar hjólreiðafólki í hættu er þegar vélknúin ökutæki beygja til hægri, og þá sérstaklega á þar til gerðum beygjuakreinum. Á öðrum Norðurlöndum verða einmitt flest dauðaslys hjólreiðafólks við þessar aðstæður. Sú tilhneiging margra ökumanna að líta einungis til vinstri þegar beygt er til hægri, til að “passa sig á hinum bílunum” stofnar hjólreiðafólki í hættu sem nálgast gatnamótin frá hægri hlið ökumannsins. Það vill nefnilega oft gleymast við aksturinn að hjólreiðafólk má nýta gangstéttar og göngustíga til að komast leiðar sinnar. Það kæmi líklega flestum ökumönnum á óvart að lesa fyrri hluta áðurnefndrar 23. greinar umferðarlaga. Þar er nefnilega sérstaklega tekið fram að hjólreiðafólki og ökumönnum á léttum bifhjólum, er heimilt að taka framúr hægra megin við önnur ökutæki og á þessu er einungis 1 undantekning. Væri ekki gaman að komast að því hversu margir handhafar ökuskírteina þekkja þessa undantekningu? Og kannski athug aí leiðinni hversu margir muna eftir stefnuljósinu þegar beygt er til hægri? Það þarf ekki að hugsa lengi um þessi mál til að átta sig á því að ein af leiðunum til að draga úr bílaröðunum á álagstímum er að gera fleira fólki auðveldara fyrir að fara ferða sinna á reiðhjóli. Meiri, betri og öruggari innviðir fyir hjólandi umferð er ein leið að því marki, en það mun taka mörg ár og ennþá fleiri milljónir að koma þeim innviðum upp. Það blasir við flestum að áhrifaríkasta leiðin til að greiða úr umferðarflækjum er að fækka ökutækjum í umferðinni og minnka þau verulega. Fljótlegasta, ódýrasta og öruggasta leiðin að því marki er að auka öryggi hjólreiðafólks. Þetta er ekki flókið. Höfundur er formaður Reiðhjólabænda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun