Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 10:46 Í bréfi sem Andrés Ingi Jónsson sendi forseta loftslagsráðstefnu SÞ og umhverfisráðherra vill hann að fólk og félagasamtök fái frekar aðgang að ráðstefnunni en forstjórar mengandi stórfyrirtækja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira