Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 10:34 Æxli og blóðrásarsjúkdómar drógu flesta til dauða á síðasta áratug. Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira