Stefnt að aðgerðum vegna búsetu í atvinnuhúsnæði Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 21:00 Upplýsingum um könnun á búsetu fólks í atvinnuhúsnæði verður komið til fólks á sjö tungumálum. Stöð 2/Egill Borgarstjóri segir að reikna megi með því að minnsta kosti hundruð manna búi í atvinnuhúsnæði þar sem aðbúnaði og öryggi fólks sé ábótavant. Gera eigi gangskör að því að meta umfangið og grípa til aðgerða í framhaldinu án þess þó að ógna húsnæðisöryggi fólks. Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir. Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og aðstoðarforstjóri Húnsæðis- og mannvirkjastofnunar kynntu átakið á fréttamannafundi í morgun. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mun sjá um að kanna þetta mál. Til þess hefur verið ráðin sérstök sveit fólks sem talar mörg tungumál. Auk þess sem hópurinn nýtur stuðnings frá starfsliði Alþýðusambands Íslands. Markmiðið er að þessari könnun ljúki á þremur mánuðum. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halla Gunnarsdóttir kynntu aðgerðirnar á slökkvistöðinni í Skógarhlíð.Stöð 2/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem einnig er stjórnarformaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að reikna megi með að hundruð fólks búi við þessar aðstæður. „Markmiðið er ekki í raun að finna fólk og henda því út á götu heldur að koma öllum í öryggt húsnæði. Oft er húsnæði öruggt þótt það sé atvinnuhúsnæði,“ segir Dagur. Þá þurfi meðal annars að meta hvort hverfi væri að þróast í átt til íbúasvæðis eða hvort gera mætti breytingar þannig að hægt væri að búa í húsnæðinu. „Eða eins og hefur komið upp á undanförnum árum er beinlínis um að ræða hættulegt eða óöruggt húsnæði. Sem þarf þá að rýma og finna annað húsnæði fyrir þá sem þar búa,“ segir borgarstjóri. Í sumum tilfellum þurfi jafnvel að kæra ósamvinnuþýða húsráðendur. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrinti þessu verkefni af stað eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þótt þar hafi ekki verið um atvinnuhúsnæði að ræða var mikill fjöldi fólks skráður þar til húsa og öryggi mjög ábótavant. Þrír létust í brunanum á Bræðraborgarstíg.Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins segir sambandið vilja taka þátt í að binda enda á að verkafólk búi í óviðunandi húsnæði. Þetta væri mjög fjölbreyttur hópur fólks. „Það er alveg líklegt að það sé einhver hluti þess hóps sem óttast yfirvöld og telur að við séum að fara að henda þeim út á Guð og gaddinn. Þannig að það er mjög þung áhersla í þessu verkefni að þetta sé kortlagning og við erum að reyna að tryggja öryggi fólks þar sem það er,“ segir Halla. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að þetta verði ekki enn ein skýrslan sem endi ofan í skúffu. Það væri sameiginlegur skilningur í samráðshópnum sem félagsmálaráðherra hafði frumkvæði að. „Ég hef fulla trú á því að þetta verði aðgerðir og aðgerðabundið. Því við erum í raun búin að gera skýrsluna. Það voru allir í samráðshópnum sammála um að það verður ekki unað við þetta ástand lengur. Þannig að aðgerðir eru næsta skref,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir.
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira