Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 12:19 Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir fullorðna. Það verður áfram 490 krónur. Vísir/Vilhelm Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Í tilkynningu frá Strætó segir að markmið breytingarinnar sé fyrst og fremst að einfalda gjaldskrána og gera öllum hópum kleift að kaupa mánaðarkort á hagstæðu verði. Almennt fargjald fyrir fullorðna verður eftirfarandi: Ungmenni, aldraðir og nemar* eiga rétt á 50% afslætti. Öryrkjar eiga rétt á 70% afslætti Börn yngri en 11 ára ferðast frítt með Strætó. * Nemar fá 50% afslátt af tímabilskortum en ekki af stökum fargjöldum. Hér fyrir neðan verður farið nánar yfir það hvernig gjaldskráin breytist fyrir eftirfarandi hópa. Almenn fargjöld Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir fullorðna. Það verður áfram 490 kr. Mánaðarkort fyrir fullorðna mun lækka úr 13.300 kr. niður í 8.000 kr. Tilboðið þar sem þriðji hver mánuður er frír í appinu verður ekki lengur í boði. Engin breyting verður gerð á árskorti fyrir fullorðna. Þau kosta áfram 80.000 kr. KLAPP heitir nýja greiðslukerfið í Strætó.Stöð 2/Egill Ungmenni 12-17 ára Ungmenni fá 50% afslátt af almennum fargjöldum. Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir ungmenni. Þau munu áfram greiða 245 kr. Í dag geta ungmenni eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þennan hóp að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort ungmenna munu hækka við þessa breytingu. Þau fara úr 25.000 kr. og upp í 40.000 kr. Öryrkjar Öryrkjar fá 70% afslátt af almennum fargjöldum. Stakt fargjald fyrir öryrkja lækkar úr 245 kr. niður í 170 kr. Í dag geta öryrkjar eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þá að kaupa mánaðarkort á 2.400 kr. Árskort fyrir öryrkja lækkar eftir breytinguna um 1.000 kr. og mun því kosta 24.000 kr. í stað 25.000 kr. Til þess að geta keypt fargjöld á 70% afslætti þá er nauðsynlegt að öryrkjar stofni aðgang að mínum síðum inn á klappid.is og staðfesti sig með rafrænum skilríkjum. Aldraðir, 67 ára og eldri Aldraðir fá 50% afslátt af almennum fargjöldum. Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir aldraða. Þau munu áfram greiða 245 kr. Í dag geta aldraðir eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þá að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort aldraðra munu hækka við þessa breytingu. Þau fara úr 25.000 kr. og upp í 40.000 kr. Nemar fá 50% afslátt af tímabilskortum.Nemar, 18 ára og eldri Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir nema sem eru 18 ára og eldri. Það verður áfram 490 kr. Í dag geta nemar eingöngu keypt árskort eða 6 mánaðakort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir nemendur að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort fyrir nema mun lækka úr 54.500 kr. og niður í 40.000 kr. Til þess að geta keypt mánaðarkort eða árskort á 50% afslætti þá er nauðsynlegt að nemar stofni aðgang að mínum síðum inn á klappid.is og staðfesti sig með rafrænum skilríkjum. Hvað gerist með gamla farmiða og gömul strætókort? Frá og með 1. mars 2022, þá verður ekki lengur hægt að greiða með farmiðum um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Gefinn verður frestur til 16. mars 2022 til þess að skipta öllum gömlum farmiðum yfir í inneign í KLAPP greiðslukerfinu. Handhafar tímabilskorta í gamla greiðslukerfi Strætó skulu leyfa gildistíma kortanna að renna út áður en skipt er yfir í KLAPP greiðslukerfið. Það verður áfram hægt að greiða með reiðufé um borð í Strætó. Þessi breyting tekur gildi 16. nóvember 2021,“ segir í tilkynningunni. Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Í tilkynningu frá Strætó segir að markmið breytingarinnar sé fyrst og fremst að einfalda gjaldskrána og gera öllum hópum kleift að kaupa mánaðarkort á hagstæðu verði. Almennt fargjald fyrir fullorðna verður eftirfarandi: Ungmenni, aldraðir og nemar* eiga rétt á 50% afslætti. Öryrkjar eiga rétt á 70% afslætti Börn yngri en 11 ára ferðast frítt með Strætó. * Nemar fá 50% afslátt af tímabilskortum en ekki af stökum fargjöldum. Hér fyrir neðan verður farið nánar yfir það hvernig gjaldskráin breytist fyrir eftirfarandi hópa. Almenn fargjöld Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir fullorðna. Það verður áfram 490 kr. Mánaðarkort fyrir fullorðna mun lækka úr 13.300 kr. niður í 8.000 kr. Tilboðið þar sem þriðji hver mánuður er frír í appinu verður ekki lengur í boði. Engin breyting verður gerð á árskorti fyrir fullorðna. Þau kosta áfram 80.000 kr. KLAPP heitir nýja greiðslukerfið í Strætó.Stöð 2/Egill Ungmenni 12-17 ára Ungmenni fá 50% afslátt af almennum fargjöldum. Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir ungmenni. Þau munu áfram greiða 245 kr. Í dag geta ungmenni eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þennan hóp að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort ungmenna munu hækka við þessa breytingu. Þau fara úr 25.000 kr. og upp í 40.000 kr. Öryrkjar Öryrkjar fá 70% afslátt af almennum fargjöldum. Stakt fargjald fyrir öryrkja lækkar úr 245 kr. niður í 170 kr. Í dag geta öryrkjar eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þá að kaupa mánaðarkort á 2.400 kr. Árskort fyrir öryrkja lækkar eftir breytinguna um 1.000 kr. og mun því kosta 24.000 kr. í stað 25.000 kr. Til þess að geta keypt fargjöld á 70% afslætti þá er nauðsynlegt að öryrkjar stofni aðgang að mínum síðum inn á klappid.is og staðfesti sig með rafrænum skilríkjum. Aldraðir, 67 ára og eldri Aldraðir fá 50% afslátt af almennum fargjöldum. Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir aldraða. Þau munu áfram greiða 245 kr. Í dag geta aldraðir eingöngu keypt árskort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir þá að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort aldraðra munu hækka við þessa breytingu. Þau fara úr 25.000 kr. og upp í 40.000 kr. Nemar fá 50% afslátt af tímabilskortum.Nemar, 18 ára og eldri Engin breyting verður gerð á stöku fargjaldi fyrir nema sem eru 18 ára og eldri. Það verður áfram 490 kr. Í dag geta nemar eingöngu keypt árskort eða 6 mánaðakort á afslætti. Við breytinguna opnast möguleiki fyrir nemendur að kaupa mánaðarkort á 4.000 kr. Árskort fyrir nema mun lækka úr 54.500 kr. og niður í 40.000 kr. Til þess að geta keypt mánaðarkort eða árskort á 50% afslætti þá er nauðsynlegt að nemar stofni aðgang að mínum síðum inn á klappid.is og staðfesti sig með rafrænum skilríkjum. Hvað gerist með gamla farmiða og gömul strætókort? Frá og með 1. mars 2022, þá verður ekki lengur hægt að greiða með farmiðum um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Gefinn verður frestur til 16. mars 2022 til þess að skipta öllum gömlum farmiðum yfir í inneign í KLAPP greiðslukerfinu. Handhafar tímabilskorta í gamla greiðslukerfi Strætó skulu leyfa gildistíma kortanna að renna út áður en skipt er yfir í KLAPP greiðslukerfið. Það verður áfram hægt að greiða með reiðufé um borð í Strætó. Þessi breyting tekur gildi 16. nóvember 2021,“ segir í tilkynningunni.
Strætó Reykjavík Seltjarnarnes Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira