Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. „Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
„Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira