Skýrsla málar afar dökka mynd af sendiherratíð Gunters á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 20:45 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi var og er væntanlega enn ötull stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Skýrsla innra eftirlits utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna málar afar dökka mynd af starfsemi sendiráðs Bandaríkjanna hér á landi undir stjórn Jeffrey Ross Gunter. Starfsmenn sendiráðsins óttuðust hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna eru sögð hafa hríðversnað vegna hans. Mbl.is sagði fyrst frá. Það vakti nokkra athygli þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði Gunter í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Gunter hafði enga reynslu af utanríkisþjónustu en er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, auk þess að vera húðsjúkdómalæknir. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar á þessu ári. Var hann mjög umdeildur, ekki síst eftir að fregnir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlitsins segir að Harry Kamian, mannsins sem tók við stjórn sendiráðsins af Gunter hafi beðið mikið verk. Þannig er Kamian sagður hafa þurft að eyða miklu púðri í að bæta starfsandann í sendiráðinu sem versnaði til muna í sendiherratíð Gunter. Er Gunter sagður hafa stjórnað sendiráðinu með ógnarstjórn, auk þess sem að hann hafi hótað með lögsóknum þeim sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum eða færu ekki hans óskum. Samskipti ríkjanna í molum vegna Gunters Þá er Kamian einnig sagður hafa þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Er undirráðherra í ráðuneytinu meðal annars sagður hafa skipað Evrópu- og Evrasíu skrifstofu ráðuneytisins að sjá til þess að beint samband væri haft við íslenska utanríkisráðuneytið til að tryggja eðlileg samskipti á milli ríkjanna. Gunter er einnig sagður hafa fyrirskipað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig auk þess sem hann hvatti undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér. Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Mbl.is sagði fyrst frá. Það vakti nokkra athygli þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, skipaði Gunter í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Gunter hafði enga reynslu af utanríkisþjónustu en er virkur meðlimur í Repúblikanaflokknum, auk þess að vera húðsjúkdómalæknir. Gunter var sendiherra hér frá 2019 til janúar á þessu ári. Var hann mjög umdeildur, ekki síst eftir að fregnir bárust af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Í skýrslu innra eftirlitsins segir að Harry Kamian, mannsins sem tók við stjórn sendiráðsins af Gunter hafi beðið mikið verk. Þannig er Kamian sagður hafa þurft að eyða miklu púðri í að bæta starfsandann í sendiráðinu sem versnaði til muna í sendiherratíð Gunter. Er Gunter sagður hafa stjórnað sendiráðinu með ógnarstjórn, auk þess sem að hann hafi hótað með lögsóknum þeim sem gáfu til kynna að þeir væru ósammála honum eða færu ekki hans óskum. Samskipti ríkjanna í molum vegna Gunters Þá er Kamian einnig sagður hafa þurft að einbeita sér að því að endurbyggja samskipti Íslands og Bandaríkjanna, sem hafi hrakað mjög í sendiherratíð Gunters. Er undirráðherra í ráðuneytinu meðal annars sagður hafa skipað Evrópu- og Evrasíu skrifstofu ráðuneytisins að sjá til þess að beint samband væri haft við íslenska utanríkisráðuneytið til að tryggja eðlileg samskipti á milli ríkjanna. Gunter er einnig sagður hafa fyrirskipað að öll samskipti við íslensk stjórnvöld færu í gegnum sig auk þess sem hann hvatti undirmenn sína til að eiga í sem minnstum samskiptum við íslenska tengiliði sína. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Bandaríkin Utanríkismál Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55 Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42 Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00 Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18 Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Umdeildur sendiherra Bandaríkjanna kveður og þakkar Trump Jeffrey Ross Gunter lýkur í dag störfum sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sendiráðsins en Gunter var tilnefndur í embættið af Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2019. 20. janúar 2021 18:55
Sendiherrann baðst undan viðtali um niðurstöðu kosninganna Bandaríski sendiherrann á Íslandi hyggst ekki tjá sig um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum sendiherrans við niðurstöðum kosninganna. 9. nóvember 2020 19:42
Ritstjórinn undrandi og lokað á Fréttablaðið Ritstjóri Fréttablaðsins segir það vekja furðu að sendifulltrúi erlends ríkis reyni að grafa undan fréttaflutning frjáls fjölmiðils líkt og bandaríska sendiráðið gerði með Facebook-færslu þar sem blaðið var sakað um „falsfréttir“. 30. október 2020 16:00
Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. 30. október 2020 07:18
Bandaríkjamenn á Íslandi uggandi um atkvæði sín Tafir hjá bandarísku póstþjónustunni og herferð Donalds Trump forseta gegn póstatkvæðum veldur Bandaríkjamönnum búsettum á Íslandi áhyggjum af því að atkvæði þeirra í kosningunum í næsta mánuði verði ekki talin. 5. október 2020 07:15
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08