Vágesturinn einelti Matthías Freyr Matthíasson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2014 gefið út námsefnið Vinátta, sem er forvarnaverkefni gegn einelti fyrir grunn- og leikskóla, frístundaheimili og dagforeldra og eru rúmlega 65% leikskóla á Íslandi og 25% grunnskóla orðnir Vináttuskólar. Með Vináttu er lagður grunnur að jákvæðum samskiptum og komið í veg fyrir einelti. Einelti er flókið fyrirbæri sem hefur hlotið ýmsar skilgreiningar í gegnum árin. Einnig hefur einkennt á tíðum í opinberri umræðu ákveðin gengisfelling á hugtakinu einelti. Einstaklingar sem sinna opinberum störfum og fá á sig gagnrýni eða aðhald á störf sín hafa gripið til þess að kalla slíkt einelti, sem það er ekki endilega. Þegar slíkt orðfæri er notað er verið að senda út röng skilaboð til samfélagsins og ekki síst þeirra sem upplifa einelti í raun og veru. Skilgreining Vináttu á einelti að um sé að ræða hópfyrirbæri, sem geti verið markvisst og kerfisbundið og felur í sér beint eða óbeint útilokun einstaklings úr jafningahópnum. Þegar um er að ræða börn og ungmenni á einelti sér stað í aðstæðum sem viðkomandi hefur ekkert val um að vera í, líkt og í skólaumhverfi. Í áranna rás hefur ýmislegt verið notað sem tilefni til þess að beita útilokun, ofbeldi, kjaftasögum og svo framvegis. Líkt og útlit viðkomandi, hæfileikar, klæðnaður, veikleikar, fjölskylda og vinir viðkomandi. Í Vináttu er það nefnt sem fóður eineltis því það er mikilvægt að skilja að ekkert að ofantöldu né annað er réttlætanleg ástæða til þess að einstaklingur verði jaðarsettur úr sínum jafningahópi og það er aldrei neitt sem réttlætir að leggja einhvern í einelti. Ýmislegt hefur verið ritað og rætt og rannsakað um hvernig hægt sé að stemma stigu gegn þessum vágesti sem einelti vissulega er. Einelti getur nefnilega, ef ekkert er að gert, haft skelfilegar afleiðingar. Ekki bara fyrir þann sem upplifir það, heldur einnig þá eða þau sem taka þátt í athæfinu. Annað hvort með beinni þátttöku eða með því að standa aðgerðalaus hjá. Með því að leggja grunninn snemma og miðla til barna og ungmenna leiðum til aukinnar samkenndar, samhygðar og skilnings fyrir fjölbreytileikanum erum við sem samfélag að gera þessa einstaklinga meira reiðubúna til þess að vera jákvæðir þátttakendur í samfélaginu þar sem kærleikurinn fær að ráða ríkjum. Ábyrgðin á því liggur ekki hjá börnunum sjálfum. Ábyrgðin er alltaf hjá hinum fullorðnu, hvort sem um er ræða foreldra, kennara, íþróttaþjálfara, tómstunda- og félagsmálafræðinga og fleiri aðila sem eru í umhverfi barna. Ef við sem fullorðnir einstaklingar tileinkum okkur fjögur gildi Vináttu, sem eru; umburðarlyndi, virðing, umhyggja og hugrekki og höfum þau að leiðarljósi í okkar lífi og störfum, náum við að koma þeim áleiðis til barnanna og þau læra það sem fyrir þeim er haft. Til þess að árangur náist í baráttunni gegn einelti þurfa hinir fullorðnu að taka af skarið og skoða eigin hegðun, og framkomu, bæði í ræðu og riti. Tölum af virðingu um hvert annað, sýnum hvert öðru umhyggju og umburðarlyndi og höfum hugrekki til þess að segja stopp þegar við sjáum einhvern beittan órétti og setjum mörk gegn óæskilegri hegðun. Þannig mun árangur nást og vágestinum einelti vonandi útrýmt úr okkar samfélagi Verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun