Félagsmiðstöðvar, perlur allra samfélaga Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 09:31 Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Haustið 1998 fékk ég starf í félagsmiðstöðinni Vitanum í Hafnarfirð og ég fann minn vettvang. Sem starfsmaður Vitans fékk ég pláss til að vera ég sjálf og mínir ókostir urðu að kostum. Allar mínar klikkuðu hugmyndir urðu góðar. Öll mín réttlætiskennd fékk útrás, ég fékk listrænt frelsi til að móta allskonar verkefni til að sparka í félagslegt taumhaldið og breyta umræðunni. Ég gat verið eins hávær og ég þurfti, svo hávær að ég endaði í pontu í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og á Alþingi Íslendinga. Í fyrsta sinn á ævi minni var ég ekki of mikið, ekki of hröð, með of sterkar skoðanir, ekki of mikill gaur, talaði ekki of mikið, tók ekki of mikið pláss, var of frek, of hitt og of þetta. Bara allt sem hægt var að vera ,,of“ sem unglingsstelpa á níunda áratugnum var ég - og er eflaust enn í augum margra - en þarna, var ég bara ég. Ég er með ADHD, en fékk ekki greiningu fyrr en sem fullorðin kona, en hún útskýrir margt. Ég virka ekki í boxum, og hið formlega skólakerfi er ein risastór kassalaga babúska. Fyrsta boxið er aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla, svo er smíðað risa box í formi skólabyggingar og inn í skólanum eru minni box sem eru kennslustofurnar og þar fá nemendur og starfsfólk útprentað A4 blað sem er ekkert nema box í formi stundartöflu. Box í boxi í boxi, í boxi. Mörgum líður vel í slíku umhverfi, mörgum ekki. Félagsmiðstöðvar eru litlir demantar í samfélagi okkar þar sem börn og unglingar koma á eigin forsendum með alla sína kosti, leggja þá á borðið og viðbrögðin sem þau fá frá öllu því fagfólki sem þar starfar eru: ,,Þú ert frábær! Hvað viltu gera við alla þessa hæfileika?“ Við manneskjur þráum nefnilega öll að tilheyra og börn og unglingar þurfa stöðugt að fá viðurkenningu og samþykki frá okkur sem eldri erum. Það er ekkert skrýtið eða krefjandi við það. Þannig erum við öll, mismikið, en þetta er grunnþörf hverrar einnar og einustu þeirra 8.000 milljón manneskja sem anda hér á plánetunni Jörð. Í félagsmiðstöð er pláss, í hjörtum starfsfólks og í húsnæðinu sem henni er úthlutað, fyrir alla og ef það kemur í ljós að það er ekki, er unnið að krafti í að búa það til, í samráði og samstarfi við börnin og unglingana sjálfa. Félagsmiðstöðin er þeirra ,,safe space“ þar sem það er alltaf einhver til staðar til að ræða málin, spegla skoðanir, spegla ákvarðanir, fá aðstoð við að keyra hugmyndir sínar í gegn, fá aðstoð við að fá útrás fyrir allri þeirri sköpunarþörf sem í okkur öllum býr. Í félagsmiðstöðinni eru engin box, nema kannski rýmið sem hún er skilgreind innan en hún er ekki með veggi og allur heimurinn er undir. Í félagsmiðstöðinni eru byltingar plottaðar, tillögur mótaðar, réttlætiskenndinni fullnægt með að vera hreyfiafl breytinga í samfélaginu. Í félagsmiðstöðinni eru engar aðrar reglur nema þær að vera almennileg manneskja og virða pláss annarra og bera virðingu fyrir umhverfinu og fólkinu í því. Vönduð félagsmiðstöð telur aldrei hausana sem í hana mæta, heldur horfir í, hverjir það eru sem eru að mæta. Góð félagsmiðstöð gerir góðan skóla enn betri og Ungmennahús sýna í verki að samfélag þess hefur óbilandi trú á ungu fólki og mikilvægi þeirra. Samfélög sem leggja metnað í félagsmiðstöðvarnar sínar, eru góð samfélög þar sem allir fá að blómstra á eigin forsendum. Í vor eru sveitarstjórnarkosningar, hvet alla til að kynna sér stefnu stjórnmálaflokkanna í þeirra sveitarfélagi og einblína sérstaklega á börn og ungt fólk og þann sess sem félagsmiðstöðvar og ungmennahús fá í kosningarloforðum þeirra. Höfundur er deildarstjóri Ungmennahúsa í Hafnarfirði.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun