Arnar Daði: Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 21:40 Arnar Daði stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í deildinni og á engu öðru en toppliði Stjörnunnar í virkilega spennandi leik fyrr í kvöld. Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira