Segir Ísland hafa skilað auðu á loftslagsráðstefnunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:24 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Egill Aðalsteinsson Ísland skilaði auðu á loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þarf að gera mun betur í loftslagsmálum. Þetta segir formaður Landverndar sem varð fyrir vonbrigðum með niðurstöðu ráðstefnunnar þó ljósir punktar finnist í samningsdrögunum. Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Formaður Landverndar segir að fyrstu viðbrögð séu vonbrigði þar sem hann vonaðist til að gengið yrði lengra. Margt þurfi að gerast í loftslagsmálum á næstu átta árum. Hann segir þó nokkra ljósa punkta í samningsdrögunum. Þjóðir hafa myndað samstarf um að hætta algjörlega olíuleit og vinnslu á olíu. „Það er líka jákvætt að fleiri þjóðir nefna að þeir þurfi að vernda skóga og eins að draga úr losun metans,“ sagði Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Þá sé mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Segir að Ísland hafi engu bætt við Á næsta ári koma þjóðir að koma saman á ný og vonast Tryggvi til þess að leiðtogar komi þá með enn frekari tillögur um aðgerðir. Hann segir að fulltrúum Íslands veiti ekki af að bæta ráð sitt fyrir þann tíma en að mati Tryggva bætti Ísland engu við á ráðstefnunni. „Við skiluðum auðu á þessum fundi og vísuðum í það að það væri ekki eðlilegt pólitískt ástand en við höfðum langan tíma til að undirbúa okkur þannig það er frekar klén útskýring á því.“ Hann segir að Ísland standi sig ekki nægilega vel sem ein ríkasta þjóð í heimi. Hér sé mikil geta og að margoft hafi verið bent á leiðir til breytinga. „Og í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar eru um fimmtíu leiðir skilgreindar en enn sem komið er sjáum við ekki að þær skili nema að hluta af því sem við ætlum okkur að gera þannig það vantar mikið upp á á Íslandi og við treystum því að það verði bætt úr þessum vanköntum í vetur og fram á næsta ár þannig þegar kemur að næstu ráðstefnu í Egyptalandi árið 2022 þá skilum við ekki auðu.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18