Hlúum að börnum eftir áföll Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 16. nóvember 2021 18:00 Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun