Hlúum að börnum eftir áföll Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 16. nóvember 2021 18:00 Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Sjá meira
Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun