Félagsbústaðir geta vel útrýmt biðlistum, bara ef þeir vilja Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. Ef þú stenst greiðslumat, átt fyrir útborgun og tekst í framhaldinu að standa í skilum með afborganir lána þá eykst eigið fé þitt í húsnæðinu jafnt og þétt. Líka hér á Íslandi þar sem vextir eru háir og lán verðtryggð. Þótt lánin hækki að krónutölu þá hækkar markaðsvirði eignarinnar enn þá meira. Það myndast því hjá húseigendum eign, nánast af sjálfum sér. Auðvitað er ekki til neitt lögmál í hagfræði, en það sem kemst næst því er að íbúðaverð hækkar meira en almennt verðlag. Sú hefur verið raunin áratugum saman; ekki alltaf ár frá ári því stundum dunkar húsnæðisverð, en það er fátítt og verðið jafnar sig fljótt. Second mortgage til að lifa af Húseigendur geta því tekið lán út á þetta nýja eigið fé eftir nokkur ár. Í Bandaríkjunum er þetta kallað second mortgage. Á nýfrjálshyggjutímum hefur verið algjör kjarastöðnun hjá bandarísku millistéttinni, en hún hefur bætt fjárhagsstöðu sína með því að taka lán út á vaxandi eigið fé, vegna þess að annað einkenni nýfrjálshyggjunnar er hækkandi eignaverð. Þetta er náttúrlega ekki til fyrirmyndar, en þetta gerir fólk til að lifa af innan fjármálavædds kapítalisma. Ég benti á um daginn að Félagsbústaðir ættu að gera einmitt þetta; að taka lán út á mikla eiginfjáraukningu síðustu ára og lækka leiguna hjá fátækasta fólkinu í borginni. Millistéttarfólk í Bandaríkjunum tekur second mortgage til að geta keypt menntun fyrir börnin sín, til að borga fyrir krabbameinsmeðferð eða bara til að kaupa sér dýrari bíl eða sumarhús. Fátæka fólkið í Reykjavík myndi nota second mortgage Félagsbústaða til að eiga fyrir mat út mánuðinn, eiga fyrir lyfjum og læknishjálp, eiga fyrir jólunum. Gríðarleg hækkun eiginfjár Á níu ára tímabili, frá árslokum 2012 til ársloka 2020, hækkaði eigið fé Félagsbústað á núvirði um 37.400 milljónir króna. Það er nú um 48,5% af eignum, sem er frábærlega góð staða fyrir félag sem á öruggustu veð í heimi, heimili fyrir fátækt fólk. Ef Félagsbústaðir hefðu lækkað leigu allra leigjanda sinna um 30 þús. kr. á mánuði yfir þetta tímabil væri eigið fé aðeins 8 milljörðum lægra í dag, eða 43,5 milljarðar sem eru 41% af eignum. Sem væri frábær staða fyrir Félagsbústaði. Auðvitað er betra að eiga 48,5% eigið fé en 41%. En munurinn er ekki svo mikill að það sé mikilvægara en sá stórkostlegi lífskjarabati sem það væri fyrir hátt í 3000 heimili fátækasta fólksins í borginni ef leigan yrði lækkuð um 30 þús. kr. á mánuði. 65 milljarðar í leyni Þarna erum við að leika okkur af því hver staðan væri ef Félagsbústaðir hefðu tekið rétta ákvörðun árið 2012, að deila með leigjendum sínum stórkostlegri eignamyndun og auknu veðrými. En Félagsbústaðir geta nýtt sterka stöðu sína á annan hátt. Þeir geta byggt húsnæði fyrir fólk í vanda, sem auðvitað ætti alltaf að vera frumskylda félagsins. Eðlilegt eiginfjárhlut félags á borð við Félagsbústaði, sem á besta veð í heimi, væri um 30%. Félagið gæti þá tekið á sig hrun a la 2008 án þess að lenda í teljandi vanda. Félagið gæti þá aukið eignir sínar um 65 milljarða króna án þess að bæta við eigið fé og án þess að missa eiginfjárhlutfallið niður fyrir 30% Og þar sem húsnæðisverð hefur hækkað mikið á þessu ári, hefur þetta svigrúm hækkað umtalsvert á þessu ári. Ég ætla að giska á að fjárfestingargeta Félagsbústaða á þennan mælikvarða verði um 78 milljarðar í árslok. Og hvað má gera við þetta fé? Ef reiknum með að Félagsbústaðir noti svigrúmið innan 30% eiginfjárframlag til að byggja nýjar íbúðir, þá myndu Félagsbústaðir geta byggt meira en 1900 35 m.kr. íbúðir og haft eftir sem áður frábæra eiginfjárstöðu. Ef við teljum þá þrjá milljarða sem ég var að spá að hefðu orðið til sem aukið veðrými á þessu ári bætast við 350 íbúðir til viðbótar. Þetta væri stórkostlegt framlag til að bæta húsnæðisvanda, og þar með lífskjör, fjölda fjölskyldna. Ætli það mætti ekki með þessu koma rúmlega fimm þúsund manns undir þak, þar af miklum hópi barna sem búa við fátækt vegna óheyrilegs húsnæðiskostnaðar. Þetta er álíka fjöldi og býr nú í iðnaðarhúsnæði eða öðru ósamþykktu húsnæði. Og hvers vegna gera Félagsbústaðir þetta ekki? Líklega er svarið að félaginu finnst það ekki mikilvægt. Þjáningar fólks á húsnæðismarkaði vekja bara ekki áhuga þeirra sem stýra félaginu, meirihlutanum í borginni. Honum finnst mikilvægara að fá hrós úr kauphöllinni þegar Félagsbústaðir gefa út skuldabréf um hvað eiginfjárstaðan sé traust og bréfin góð fjárfesting. Eða eitthvað. Ég get ekki ímyndað mér hvað fólki finnst mikilvægara en að losa fátækt fólk úr snörunni, sem er að sligast undan óheyrilegum húsnæðiskostnaði. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Félagsbústaðir okra á fátækum Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn benti ég að Félagsbústaðir eru ekki óhagnaðardrifið félag. Það er rekið með góðum hagnaði sem byggir á því að fasteignaverð hækkar langt umfram almennt verðlag. Þessa maskínu þekkja flestir. Ef þú stenst greiðslumat, átt fyrir útborgun og tekst í framhaldinu að standa í skilum með afborganir lána þá eykst eigið fé þitt í húsnæðinu jafnt og þétt. Líka hér á Íslandi þar sem vextir eru háir og lán verðtryggð. Þótt lánin hækki að krónutölu þá hækkar markaðsvirði eignarinnar enn þá meira. Það myndast því hjá húseigendum eign, nánast af sjálfum sér. Auðvitað er ekki til neitt lögmál í hagfræði, en það sem kemst næst því er að íbúðaverð hækkar meira en almennt verðlag. Sú hefur verið raunin áratugum saman; ekki alltaf ár frá ári því stundum dunkar húsnæðisverð, en það er fátítt og verðið jafnar sig fljótt. Second mortgage til að lifa af Húseigendur geta því tekið lán út á þetta nýja eigið fé eftir nokkur ár. Í Bandaríkjunum er þetta kallað second mortgage. Á nýfrjálshyggjutímum hefur verið algjör kjarastöðnun hjá bandarísku millistéttinni, en hún hefur bætt fjárhagsstöðu sína með því að taka lán út á vaxandi eigið fé, vegna þess að annað einkenni nýfrjálshyggjunnar er hækkandi eignaverð. Þetta er náttúrlega ekki til fyrirmyndar, en þetta gerir fólk til að lifa af innan fjármálavædds kapítalisma. Ég benti á um daginn að Félagsbústaðir ættu að gera einmitt þetta; að taka lán út á mikla eiginfjáraukningu síðustu ára og lækka leiguna hjá fátækasta fólkinu í borginni. Millistéttarfólk í Bandaríkjunum tekur second mortgage til að geta keypt menntun fyrir börnin sín, til að borga fyrir krabbameinsmeðferð eða bara til að kaupa sér dýrari bíl eða sumarhús. Fátæka fólkið í Reykjavík myndi nota second mortgage Félagsbústaða til að eiga fyrir mat út mánuðinn, eiga fyrir lyfjum og læknishjálp, eiga fyrir jólunum. Gríðarleg hækkun eiginfjár Á níu ára tímabili, frá árslokum 2012 til ársloka 2020, hækkaði eigið fé Félagsbústað á núvirði um 37.400 milljónir króna. Það er nú um 48,5% af eignum, sem er frábærlega góð staða fyrir félag sem á öruggustu veð í heimi, heimili fyrir fátækt fólk. Ef Félagsbústaðir hefðu lækkað leigu allra leigjanda sinna um 30 þús. kr. á mánuði yfir þetta tímabil væri eigið fé aðeins 8 milljörðum lægra í dag, eða 43,5 milljarðar sem eru 41% af eignum. Sem væri frábær staða fyrir Félagsbústaði. Auðvitað er betra að eiga 48,5% eigið fé en 41%. En munurinn er ekki svo mikill að það sé mikilvægara en sá stórkostlegi lífskjarabati sem það væri fyrir hátt í 3000 heimili fátækasta fólksins í borginni ef leigan yrði lækkuð um 30 þús. kr. á mánuði. 65 milljarðar í leyni Þarna erum við að leika okkur af því hver staðan væri ef Félagsbústaðir hefðu tekið rétta ákvörðun árið 2012, að deila með leigjendum sínum stórkostlegri eignamyndun og auknu veðrými. En Félagsbústaðir geta nýtt sterka stöðu sína á annan hátt. Þeir geta byggt húsnæði fyrir fólk í vanda, sem auðvitað ætti alltaf að vera frumskylda félagsins. Eðlilegt eiginfjárhlut félags á borð við Félagsbústaði, sem á besta veð í heimi, væri um 30%. Félagið gæti þá tekið á sig hrun a la 2008 án þess að lenda í teljandi vanda. Félagið gæti þá aukið eignir sínar um 65 milljarða króna án þess að bæta við eigið fé og án þess að missa eiginfjárhlutfallið niður fyrir 30% Og þar sem húsnæðisverð hefur hækkað mikið á þessu ári, hefur þetta svigrúm hækkað umtalsvert á þessu ári. Ég ætla að giska á að fjárfestingargeta Félagsbústaða á þennan mælikvarða verði um 78 milljarðar í árslok. Og hvað má gera við þetta fé? Ef reiknum með að Félagsbústaðir noti svigrúmið innan 30% eiginfjárframlag til að byggja nýjar íbúðir, þá myndu Félagsbústaðir geta byggt meira en 1900 35 m.kr. íbúðir og haft eftir sem áður frábæra eiginfjárstöðu. Ef við teljum þá þrjá milljarða sem ég var að spá að hefðu orðið til sem aukið veðrými á þessu ári bætast við 350 íbúðir til viðbótar. Þetta væri stórkostlegt framlag til að bæta húsnæðisvanda, og þar með lífskjör, fjölda fjölskyldna. Ætli það mætti ekki með þessu koma rúmlega fimm þúsund manns undir þak, þar af miklum hópi barna sem búa við fátækt vegna óheyrilegs húsnæðiskostnaðar. Þetta er álíka fjöldi og býr nú í iðnaðarhúsnæði eða öðru ósamþykktu húsnæði. Og hvers vegna gera Félagsbústaðir þetta ekki? Líklega er svarið að félaginu finnst það ekki mikilvægt. Þjáningar fólks á húsnæðismarkaði vekja bara ekki áhuga þeirra sem stýra félaginu, meirihlutanum í borginni. Honum finnst mikilvægara að fá hrós úr kauphöllinni þegar Félagsbústaðir gefa út skuldabréf um hvað eiginfjárstaðan sé traust og bréfin góð fjárfesting. Eða eitthvað. Ég get ekki ímyndað mér hvað fólki finnst mikilvægara en að losa fátækt fólk úr snörunni, sem er að sligast undan óheyrilegum húsnæðiskostnaði. Höfundur er félagi í Samtökum leigjenda á Íslandi.
Félagsbústaðir okra á fátækum Þrátt fyrir að ætla mætti að Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar leiguíbúðir Reykjavíkur, sé óhagnaðardrifið félag er mikill hagnaður af rekstrinum. 10. nóvember 2021 13:00
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar