Af hverju vantar hagsmunafélag lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 18. nóvember 2021 15:31 Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sá aðili sem ætti að sinna hagsmunamálum alls atvinnulífsins þ.e Samtök Atvinnulífsins (SA) nær ekki að verja hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja þegar hagsmunir þeirra fara ekki saman með hagsmunum stóru fyrirtækjanna. Stór fyrirtæki er mikilvæg fyrir atvinnulífið og oft burðarás í hagvexti en hagsmunir þeirra fara ekki alltaf saman við hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Stóru fyrirtækin geta samt ekki án þessara fyrirtækja verið. Reglur SA eru auk þess þannig að þeir stærstu ráða mestu bæði hvað varðar kjaramál og fjölmörg önnur hagsmunamál svo sem fjármál, regluverk og skattlagningu. Þetta er að koma berlega í ljós þessa dagana. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa setið eftir. Í stuttu máli eru reglur SA og undirfélaga þannig að þau fyrirtæki sem borga mest, ráða mest. Þær reglur hafa ekki breyst í áranna rás og því má segja að með tilkomu risa fyrirtækja m.a. í sjávarútvegi, samþjöppun í verslunargeiranum o.fl. þá hafa lítil og meðalstór fyrirtæki setið eftir. Atkvæðavægi innan SA hefur því færst á færri hendur með tilkomu þessara stóru fyrirtækja og því er SA ekki lengur sú breiðfylking atvinnulífsins sem þau þurfa að vera.. Seðlabankastjóri benti á að SA samdi í raun af sér í síðustu kjarasamningum. Lífskjarasamningurinn er hrópandi dæmi um það hversu litlu sambandi SA er við litla og meðalstóra atvinnulífið í landinu og í raun þann veruleika sem þau búa við. Loksins núna heyrist í SA, en tilefnið er vaxtahækkun seðlabankastjóra sem hefur áhrif á allt atvinnulífið en þar sem þetta bítur fyrst núna á stóru fyrirtækin, eins og óraunhæfar launahækkanir þá fer SA í gang. Loksins eignast lítil og meðalstór fyrirtæki talsmann, - Atvinnufjelagið (AFJ) Lítil og meðalstór fyrirtæki hefðu fyrir löngu þurft hagsmunafélag, umræðu, nýjar aðgerðir og lausnir . Við erum að tala um rúmlega 90% af öllum fyrirtækjum landsins að einyrkjum meðtöldum og mikinn meirihluta starfsfólks í landinu. Um leið og við erum þakklát fyrir að SA sé loksins að láta í sér heyra, þá sýnir þetta svo ekki sé um villst að hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja hafa ekki fengið athygli innan SA og ekki komist að samningaborðinu þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. Þessi stærð fyrirtækja hafa ekki átt sér hagsmunafélag, fyrr en loksins nú með tilkomu Atvinnufjelagsins AFJ, sem stofnað var þann 31.október s.l Atvinnufjelagið vill samtal við hin ýmsum samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfinguna og ekki síst stjórnvöld hvernig létta þarf álögum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. SA mun ekki beita sér fyrri því, enda óttast félagið að það þýddi hærri álögur á stóru fyrirtækin. Staðan í dag er sú að hlutfallslega eru lítil og meðalstór fyrirtæki að borga miklu miklu meira til samfélagsins. Atvinnufjelagið mun standa vörð um hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Til þess að félagið geti það, þá þurfa einyrkjar, lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig í félagið. Við fáum góðar undirtektir og félögum fjölgar, en miklu meira þarf til svo við náum sem fyrst að taka af alvöru þátt í að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Við hvetjum því alla að vera með okkur í liði og skrá sig í félagið á heimasíðu félagsins www.afj.is Því fyrr sem fyrirtæki skrá sig í félagið, því fyrr er hægt að breyta því umhverfi sem við búum við í dag. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun