BSRB fari fram með áróður sem skaði láglaunafólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 11:21 Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins. vísir/vilhelm Stjórnarmaður í Starfsgreinasambandinu segir BSRB fara með rangfærslur um launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Hann óttast að yfirlýsingarnar geti skaðað lægst launaðu umbjóðendur sína. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“ Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“
Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira