Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 12:45 Gasrisarnir fjórir, frá vinstri: Júpíter, Úranus, Satúrnus og Neptúnus. NASA Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess. Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My
Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira