Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2021 14:37 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var í dag segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á hálendinu með breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Sérstök áhersla verði lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum. Sjá einnig: Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um hálendisþjóðgarð. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Hrein orka verðmætari Bjarni sagði að honum þætti sjálfsagt að virkjanakostir sem þegar væru komnir í nýtingarflokk kæmi til greina að nýta og virkja. Ísland væri í miðjum orkuskiptum. „Við horfum til þess að græn orka á Íslandi geti verið grundvöllur til þess að viðhalda sterkri ímynd Íslands á alþjóðavísu en líka að hjálpa til við orkuskiptin innanlands og gera okkur að grænna og vænna samfélagi um leið og við aukum verðmætasköpun.“ Hann sagði gríðarleg tækifæri í orkunni og að hrein orka væri að verða verðmætari. Þá sagði Bjarni að ekkert hefði gengið í að samþykkja nýja rammaáætlun frá 2013 og það mætti ekki vera þannig áfram. Viðtalið við Bjarna má sjá hér að neðan. > Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, sagði sú breyting sem talað sé um í stjórnarsáttmálanum sé mikil, þó hún sé ekki jafn stór og boðuð hafi verið á sínum tíma. „Við horfum á þetta sem langtímaverkefni og sem, held ég, felur í sér mikil sóknarfæri fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Hún sagði mikilvægt að friðun væri gerð í eins góðu samræmi við heimamenn og hægt sé og það hafi reynst erfitt á síðasta kjörtímabili. Viðtalið við Katrínu má sjá hér að neðan. >
Guðlaugur Þór Þórðarson fer úr utanríkisráðuneytinu og verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var í dag segir að stofnaður verði þjóðgarður á þegar friðlýstum svæðum og jöklum í þjóðlendum á hálendinu með breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Sérstök áhersla verði lögð á samtal og samvinnu við heimamenn og svæðisráðum. Sjá einnig: Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna náðist ekki samkomulag um hálendisþjóðgarð. Aðspurður um það hvort minnka eigi mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að stækka eigi Vatnajökulsþjóðgarð sagði Bjarni: „Við tökum tvö skref aftur á bak og byrjum með aðeins, hvað eigum við að segja, umfangsminni hugmyndir um að grípa til friðana og stofnunar þjóðgarðs á hálendinu. Engu að síður er verið að vinna áfram í þá átt.“ Bjarni sagði einnig að verið væri að reyna að læra af því ferli sem hefði átt sér stað. Það hefðu ekki bara verið stjórnarflokkarnir sem hefðu verið ósammála. „Við erum í samtali við samfélagið og það voru margar athugasemdir sem við erum að horfa til og hlusta eftir.“ Hrein orka verðmætari Bjarni sagði að honum þætti sjálfsagt að virkjanakostir sem þegar væru komnir í nýtingarflokk kæmi til greina að nýta og virkja. Ísland væri í miðjum orkuskiptum. „Við horfum til þess að græn orka á Íslandi geti verið grundvöllur til þess að viðhalda sterkri ímynd Íslands á alþjóðavísu en líka að hjálpa til við orkuskiptin innanlands og gera okkur að grænna og vænna samfélagi um leið og við aukum verðmætasköpun.“ Hann sagði gríðarleg tækifæri í orkunni og að hrein orka væri að verða verðmætari. Þá sagði Bjarni að ekkert hefði gengið í að samþykkja nýja rammaáætlun frá 2013 og það mætti ekki vera þannig áfram. Viðtalið við Bjarna má sjá hér að neðan. > Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, sagði sú breyting sem talað sé um í stjórnarsáttmálanum sé mikil, þó hún sé ekki jafn stór og boðuð hafi verið á sínum tíma. „Við horfum á þetta sem langtímaverkefni og sem, held ég, felur í sér mikil sóknarfæri fyrir okkur öll,“ sagði Katrín. Hún sagði mikilvægt að friðun væri gerð í eins góðu samræmi við heimamenn og hægt sé og það hafi reynst erfitt á síðasta kjörtímabili. Viðtalið við Katrínu má sjá hér að neðan. >
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Orkumál Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Þjóðgarðar Skaftárhreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Múlaþing Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23 Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31 Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum. 28. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23
Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera á kjörtímabilinu Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. 28. nóvember 2021 14:07
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51
Tilnefna Birgi Ármanns sem forseta Alþingis Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður tilnefndur í embætti forseta Alþingis. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins í viðtali við Heimi Má Pétursson eftir kynningu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í dag. 28. nóvember 2021 13:31
Bein útsending: Ný ríkisstjórn kynnt til leiks Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum. 28. nóvember 2021 12:03
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent