Eþíópar á Íslandi hvetja stjórnvöld til stuðnings við stjórn lands síns Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2021 19:41 Hópur fólks frá Eþíópíu sem býr á Íslandi kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla afskiptum vestrænna þjóða af innanríkismálum í Eþíópíu og stuðningi við TPLF hreyfinguna sem fer með völd í Tigray héraði í landinu. Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu. Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Það búa á bilinu hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns frá Eþíópíu á Íslandi. Þau hvöttu íslensk stjórnvöld til að standa að baki lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum í heimalandinu með mótmælastöðu á Austurvelli í dag. Síðar hélt hópurinn svo að sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík til að mótmæla afskiptum Bandaríkjastjórnar að málefnum landsins.. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu frestaði þingkosningum í landinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldurins. Ríkjandi flokkur í Tigray héraði í norðri, eða Frelsishreyfing Tigray, boðaði engu að síður til kosninga og eftir það hafa geysað bardagar á milli stjórnarhersins og bardagasveita Tigray héraðs. „Okkar leiðtogar, okkar val,“ sagði meðal annars á kröfuspjöldum mótmælenda á Austurvelli.Stöð 2/Egill Á mótmælafundinum í dag voru Bandaríkin og önnur vestræn ríki sökuð um að styðja „hryðjuverkasamtök Tigray“ gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Hópurinn afhenti afhenti þingvörðum síðan áskorun til Alþingis um stuðning við lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu. Kassahun Alemayehu sem býr á Íslandi hafði orð fyrir hópnum sem hélt á mótmælaspjöldum og fánum Íslands og Eþíópíu á Austurvelli í dag. „Við erum öll friðelskandi Eþíópar og andstæðingar stríðsátaka. Við erum að mótmæla utanríkisstefnu Bandaríkjanna og refsiaðgerðum þeirra gegn Eþíópíu,“ sagði Alemayehu. „Á Íslandi eru góð stjórnvöld. Lýðræðislega kjörin og styðja alla tíð mennsku og mannleg gildi. Þannig að við hvetjum ríkisstjórn Íslands til að styðja lýðræðislega kjörin stjórnvöld í Eþíópíu,“ sagði Kassahun Alemayehu.
Eþíópía Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bandaríkin Tengdar fréttir Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00 Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10 Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Tvöfaldur Ólympíumeistari farinn í herinn Einn frægasti langhlaupari allra tíma og margfaldur meistari á stórmótum er tilbúinn að fórna lífinu fyrir þjóð sína Eþíópíu. 29. nóvember 2021 15:00
Íslendingum í Eþíópíu ráðlagt að virða lokanir og tilmæli Óttast er að borgarastríðið í Eþíópíu, á milli stjórnarhersins og hermanna frá Tigray-héraði fari brátt að bitna á íbúum höfuðborgarinnar Addis Ababa. 4. nóvember 2021 08:10
Lokasókn inn í Tigray að hefjast Forsætisráðherra Eþíópíu tilkynnti í tísti í morgun að stjórnarherinn þar í landi sé nú að undirbúa lokasóknina inn í Tigray hérað. 26. nóvember 2020 07:56
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent