Jón Gunnlaugur: Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:00 Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkinga. Víkingur „Mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings eftir eins marks tap á móti Stjörnunni í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Leikurinn var kaflaskiptur en að sama skapi hrikalega jafn á stórum köflum. Lokatölur leiksins 30-31. Hvað hefðiru vilja sjá strákana gera til þess að sækja stigin? „Skora tvö mörk í viðbót.“ Jón Gunnlaugur var mjög ósáttur með dómgæsluna í þessum leik og heyrðist mikið í honum á bekknum. „Mér finnst enn og aftur halla á okkur í dómgæslu. Þeir eru að fá tvöfaldan séns trekk í trekk. Eru í upp undir 20 sekúndur að taka aukaköstin. Við fáum tvær mínútur um leið og gefst tækifæri til. Þeir fá örugglega þrjú víti hérna í seinni hálfleik svo augljós að allir í húsinu sáu það.“ „En varðandi liðið mitt þá er ég rosalega ánægður með þá. Við erum að fá framlag alveg frá helling af leikmönnum í kvöld. Arnar Steinn frábær, þetta hefði getað dottið báðu megin og það er leiðinlegt að fá ekkert út úr þessu.“ Hamza Kablouti haltraði útaf þegar tæplega korter var liðin af fyrri hálfleik. Hann virtist hafa misstigið sig en Jón talaði um að hann væri farinn upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. „Hann fór upp á sjúkrahús að láta mynda á sér fótinn. En að sama skapi sýndu strákarnir það að þeir voru tilbúnir að koma inn á. Loksins búnir að brjóta sig út úr þessari skel. Við erum að skora 30 mörk á móti sterku Stjörnuliði.“ „Að sjálfsögðu er mjög slæmt að missa hann út, hann var búinn að skora 4 mörk hérna á fyrsta korterinu. Þetta var blóðtaka fyrir okkur. En Stjarnan er líka með heilt lið utan vallar þannig ég ætla ekki að skýla mér bak við það.“ Víkingur sækir ÍBV heim í næsta leik og ætlar Jón að sækja stigin þar. „Það var helling af jákvæðum punktum hérna í kvöld, í þessum leik. Það er helling sem hægt er að taka úr þessum leik. Það er bara ekki spurning að við ætlum okkur tvö stig í Eyjum í næsta leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Víkingur Reykjavík Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 30-31 | Stjörnusigur í jöfnum leik Víkingum tókst ekki að ná í stig þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í kvöld. Jafn leikur en Stjörnumenn náðu góðum kafla í lokinn og tóku stigin tvö, lokatölur 30-31. 5. desember 2021 19:35
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn