60 blaðsíður af orðagjálfri Þorgrímur Sigmundsson skrifar 8. desember 2021 11:00 Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er einhver mesti langhundur sem sést hefur í pólitískri markaðssetningu. Hann hefði auðveldlega getað verið helmingi styttri og komist fyrir á færri blaðsíðum. Það hefði auðvitað ekki litið eins vel út. Plaggið á auðvitað að virka efnismikið, sem stenst enga skoðun. Það er margt ágætt í sáttmálanum ekki síst þau fjölmörgu atriði sem þar er að finna sem voru tillögur frá minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. Þær voru slegnar út af borðinu á sínum tíma eins og um vitleysu væri að ræða. Ekki þarf að fletta nema að blaðsíðu fimm til að finna einmitt eitt slíkt atriði en þar stendur eftirfarandi „Leikreglur vinnumarkaðarins verða skýrðar með nýjum starfskjaralögum og aðgerðum gegn kennitöluflakki“ undir yfirskriftinni „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar“ Miðflokkurinn lagði einmitt til aðgerðir á síðastliðnu kjörtímabili til höfuðs kennitöluflakki. Þá reyndist enginn áhugi vera hjá ríkisstjórnaflokkunum til að taka á þeirri meinsemd og gerðu þeir lítið úr málinu. Nú er hins vegar hægt að gera málið að sínu og það er það sem mestu skiptir fyrir stjórnarflokkana. Næsta dæmi komi spánskt fyrir sjónir. Á bls. 7 er eftirfarandi fullyrðing „Áfram verður lögð áhersla á opin og frjáls alþjóðaviðskipti, norrænt samstarf og trausta framkvæmd EES-samningsins þar sem hagsmuna Íslands er gætt í hvívetna“ Um framkvæmd EES samningsins var eins og líklega flestir muna nákvæmlega enginn áhugi hjá þáverandi og núverandi stjórnvöldum til að nýta þau ákvæði EES samningsins sem í boði eru til að gæta hagsmuna Íslands í hvívetna þegar kom að því að innleiða orkustefnu ESB með orkupakka 3.Má því líklega ekki vænta að vilji verði til þess þegar orkupakki 4 kemur til kasta þingsins. Mótsagnir á mótsagnir ofan Fullyrt er að unnið verði áfram að því að efla net- og fjarskiptaöryggi! Á sama tíma er unnið að sölu á Mílu þó svo nýr Innviðaráðherra og þáverandi Sveitarstjórnarráðherra hafi vitað af því ferli löngu fyrir kosningar en ekki séð ástæðu til að nefna það í aðdraganda þeirra. Eflaust rétt pólitískt mat. Ber þá að skilja sem svo að viðkomandi ráðherra ásamt öðrum fulltrúum meirihlutans þyki eðlilegt að þjóðin efli net- og fjarskiptaöryggi sitt svo hægt sé að selja það úr landi? Hér eins og svo víða í sáttmálanum fer ekki saman hljóð og mynd. Sem dæmi má nefna hækkað frítekjumark eldri borgara (sem hækkar þó ekki nándar nærri nóg) og eykur þannig möguleika þeirra á þátttöku á vinnumarkaði. Það er vel fyrir þá sem geta. En ef stjórnvöld eru loksins að sjá ljósið og farin að gera sér grein fyrir því að þessi tilslökun kostar ríkissjóð ekki krónu heldur þvert á móti væri ekki nær að hækka þetta miklu meira eða afnema skerðingar. Slíkar tekjur bera skatta sem skila sér í ríkissjóð. Þetta leysir þó ekki þann vanda sem mjög stór ef ekki stærsti hluti þessa fólks glímir við sem er að geta ekki unnið lengur þegar lífeyrinn dugar ekki til eðlilegrar framfærslu. Í þeim efnum skilar ríkisstjórnin auðu nú sem fyrr. Mótsagnirnar eru ekki minni þegar kemur að fjármálaumhverfi borgaranna en „Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta“ en hækkun húsnæðisverðs er einn helsti drifkraftur verðbólgunnar sem aftur þrýstir upp launakröfum sem aftur ýtir undir verðbólgu. Miðflokkurinn lagði einmitt til á síðasta kjörtímabili að húsnæðisverð yrði tekið út úr neysluvísitölunni. Það var hvorki kjarkur né vilji til þess hjá stjórnarflokkunum. Þetta er hinn gamalkunni íslenski veruleiki og samt hyggst ríkisstjórnin láta verðtrygginguna óáreitta og lifa áfram góðu lífi. Á sama tíma og ætla má að í málaflokk fatlaðs fólks skorti 9 milljarða sem ekki eru sagðir til, hyggjast fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bakka upp 13 milljarða stefnu Vinstri grænna í loftslagsmálum og til að senda skýr skilaboð til fatlaðs fólks hyggst núverandi ráðherra menningarmála koma á fót ríkisrekinni streymisveitu fyrir íslenskt efni, þrátt fyrir að til staðar séu streymisveitur sem geta tekið verkefnið að sér, í gæluverkefnin vantar ekki fjármuni. Skilaboðin eru alveg skýr þrátt fyrir orð forsætisráðherra á sínum tíma um að málefni þeirra sem minnst mættu sín gætu ekki beðið. Skilaboðin eru þið verðið að bíða. Rétt er þó að óska VG til hamingju með að hin geggjaða þjóðgarðshugmynd skuli hafa lifað af þó minni sé og hafi fengið nýtt nafn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hinn Örlitla grenjandi minnihluta. Eða var það kannski meirihluti? Hér hefur ekki verið komið inn á samgöngumál, málefni landbúnaðarins, rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja eða byggðamál en ekki eru mótsagnirnar minni í þeim hluta sáttmálans. Meira um það síðar. Sáttmáli þessara þriggja flokka er fullur af mótsögnum, bara svona allskonar fyrir alla sem allir geta túlkað út og suður, og augljóslega engin pólitík bara lægsti mögulegi samnefnari flokkanna sem teygður er í 60 blaðsíður af orðagjálfri. Höfundur er 2. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er einhver mesti langhundur sem sést hefur í pólitískri markaðssetningu. Hann hefði auðveldlega getað verið helmingi styttri og komist fyrir á færri blaðsíðum. Það hefði auðvitað ekki litið eins vel út. Plaggið á auðvitað að virka efnismikið, sem stenst enga skoðun. Það er margt ágætt í sáttmálanum ekki síst þau fjölmörgu atriði sem þar er að finna sem voru tillögur frá minnihlutanum á síðasta kjörtímabili. Þær voru slegnar út af borðinu á sínum tíma eins og um vitleysu væri að ræða. Ekki þarf að fletta nema að blaðsíðu fimm til að finna einmitt eitt slíkt atriði en þar stendur eftirfarandi „Leikreglur vinnumarkaðarins verða skýrðar með nýjum starfskjaralögum og aðgerðum gegn kennitöluflakki“ undir yfirskriftinni „Við ætlum að vaxa til meiri velsældar“ Miðflokkurinn lagði einmitt til aðgerðir á síðastliðnu kjörtímabili til höfuðs kennitöluflakki. Þá reyndist enginn áhugi vera hjá ríkisstjórnaflokkunum til að taka á þeirri meinsemd og gerðu þeir lítið úr málinu. Nú er hins vegar hægt að gera málið að sínu og það er það sem mestu skiptir fyrir stjórnarflokkana. Næsta dæmi komi spánskt fyrir sjónir. Á bls. 7 er eftirfarandi fullyrðing „Áfram verður lögð áhersla á opin og frjáls alþjóðaviðskipti, norrænt samstarf og trausta framkvæmd EES-samningsins þar sem hagsmuna Íslands er gætt í hvívetna“ Um framkvæmd EES samningsins var eins og líklega flestir muna nákvæmlega enginn áhugi hjá þáverandi og núverandi stjórnvöldum til að nýta þau ákvæði EES samningsins sem í boði eru til að gæta hagsmuna Íslands í hvívetna þegar kom að því að innleiða orkustefnu ESB með orkupakka 3.Má því líklega ekki vænta að vilji verði til þess þegar orkupakki 4 kemur til kasta þingsins. Mótsagnir á mótsagnir ofan Fullyrt er að unnið verði áfram að því að efla net- og fjarskiptaöryggi! Á sama tíma er unnið að sölu á Mílu þó svo nýr Innviðaráðherra og þáverandi Sveitarstjórnarráðherra hafi vitað af því ferli löngu fyrir kosningar en ekki séð ástæðu til að nefna það í aðdraganda þeirra. Eflaust rétt pólitískt mat. Ber þá að skilja sem svo að viðkomandi ráðherra ásamt öðrum fulltrúum meirihlutans þyki eðlilegt að þjóðin efli net- og fjarskiptaöryggi sitt svo hægt sé að selja það úr landi? Hér eins og svo víða í sáttmálanum fer ekki saman hljóð og mynd. Sem dæmi má nefna hækkað frítekjumark eldri borgara (sem hækkar þó ekki nándar nærri nóg) og eykur þannig möguleika þeirra á þátttöku á vinnumarkaði. Það er vel fyrir þá sem geta. En ef stjórnvöld eru loksins að sjá ljósið og farin að gera sér grein fyrir því að þessi tilslökun kostar ríkissjóð ekki krónu heldur þvert á móti væri ekki nær að hækka þetta miklu meira eða afnema skerðingar. Slíkar tekjur bera skatta sem skila sér í ríkissjóð. Þetta leysir þó ekki þann vanda sem mjög stór ef ekki stærsti hluti þessa fólks glímir við sem er að geta ekki unnið lengur þegar lífeyrinn dugar ekki til eðlilegrar framfærslu. Í þeim efnum skilar ríkisstjórnin auðu nú sem fyrr. Mótsagnirnar eru ekki minni þegar kemur að fjármálaumhverfi borgaranna en „Ríkisstjórnin mun leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfi lágra vaxta, hóflegrar verðbólgu og góðu samráði við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að nauðsynlegu samspili þessara þátta“ en hækkun húsnæðisverðs er einn helsti drifkraftur verðbólgunnar sem aftur þrýstir upp launakröfum sem aftur ýtir undir verðbólgu. Miðflokkurinn lagði einmitt til á síðasta kjörtímabili að húsnæðisverð yrði tekið út úr neysluvísitölunni. Það var hvorki kjarkur né vilji til þess hjá stjórnarflokkunum. Þetta er hinn gamalkunni íslenski veruleiki og samt hyggst ríkisstjórnin láta verðtrygginguna óáreitta og lifa áfram góðu lífi. Á sama tíma og ætla má að í málaflokk fatlaðs fólks skorti 9 milljarða sem ekki eru sagðir til, hyggjast fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bakka upp 13 milljarða stefnu Vinstri grænna í loftslagsmálum og til að senda skýr skilaboð til fatlaðs fólks hyggst núverandi ráðherra menningarmála koma á fót ríkisrekinni streymisveitu fyrir íslenskt efni, þrátt fyrir að til staðar séu streymisveitur sem geta tekið verkefnið að sér, í gæluverkefnin vantar ekki fjármuni. Skilaboðin eru alveg skýr þrátt fyrir orð forsætisráðherra á sínum tíma um að málefni þeirra sem minnst mættu sín gætu ekki beðið. Skilaboðin eru þið verðið að bíða. Rétt er þó að óska VG til hamingju með að hin geggjaða þjóðgarðshugmynd skuli hafa lifað af þó minni sé og hafi fengið nýtt nafn. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir hinn Örlitla grenjandi minnihluta. Eða var það kannski meirihluti? Hér hefur ekki verið komið inn á samgöngumál, málefni landbúnaðarins, rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja eða byggðamál en ekki eru mótsagnirnar minni í þeim hluta sáttmálans. Meira um það síðar. Sáttmáli þessara þriggja flokka er fullur af mótsögnum, bara svona allskonar fyrir alla sem allir geta túlkað út og suður, og augljóslega engin pólitík bara lægsti mögulegi samnefnari flokkanna sem teygður er í 60 blaðsíður af orðagjálfri. Höfundur er 2. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun