Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 12:43 Flestir smitaðra eru í 5. bekk en Arnheiður segir aðstæður í skólanum sérstakar að því leyti að margir vinni saman í litlum rýmum. Vegna þessa séu allir settir í sóttkví þegar smit kemur upp en ekki í smitgát. Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40