„Vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2021 22:00 Enn er á huldu hvað varð af Guðmundi og Geirfinni Einarssyni sem hurfu sporlaust árið 1974. Leitað var að þeim víða meðal annars í Hafnarfjarðarhrauni. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 610 milljón krónur samanlagt í bætur. Ragnar Aðalsteinsson segir um áfellisdóm að ræða yfir íslenska ríkinu. Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Það var í september 2018 voru allir fimm sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, umtalaðasta sakamáli Íslandssögunnar, sýknaðir í Hæstarétti af ákæru um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Í janúar í fyrra samþykkti svo Alþingi frumvarp forsætisráðherra um 774 milljónir króna í miskabætur. Greiðslurnar voru á bilinu 15 til 224 milljónir króna en ekki voru allir sáttir við upphæðirnar. Sakborningar og aðstandendur vildu meira en þingmaður Sjálftæðisflokksins gagnrýndi háar upphæðir. Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Júlíusson og dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar höfðuð mál og kröfðust hver um sig á annan milljarð króna í bætur. Héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið í öllum tilfellum. Landsréttur var á öðru máli í dag og dæmi Guðjóni og dánarbúi Kristjáns Viðars samanlagt rúmlega sex hundruð milljónir króna í bætur. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, segir málsvörnum ríkisstjórnarinnar hafnað í öllum meginatriðum „Ríkið kemur afar illa út að öllu leyti, bæði málsmeðferðin á sínum tíma, í fangelsinu, fyrir dómi og síðan má segja að ríkið fari líka illa út úr því hvernig það hefur hegðað sér í þessu dómsmáli með þessum vörnum sem voru sérkennilegar. Héraðsdómurinn fékk sínar áminningar hvernig hann stóð sig. Ég er ánægður með það,“ segir Ragnar. Hann segist ekki trúa upp á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að láta reyna á málið fyrir Hæstarétti. Undir það tekur Arnar Þór Stefánsson, lögmaður dánarbús Kristjáns Viðars sem lést fyrr á árinu. „Þetta er söguleg stund í þessu máli sem hófst 1975 og vonandi eru þetta endalokin nú í desember 2021.“ Ríkið var sýknað af kröfu dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar á því tæknilega atriði að Tryggvi Rúnar var látinn þegar málið var höfðað. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður dánarbúsins, segir í samtali við fréttastofu vona að ríkið sjái sóma sinn í því að gera upp við dánarbú Tryggva á sömu forsendum. „Verði það ekki gert verði málinu áfrýjað til hæstaréttar þar sem því verður snúið við,“ segir Páll Rúnar og bætir við: „Það er að segja ef einhver snefill af réttlæti fyrirfinnst í þessu landi.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira